Refsilækkunarástæður Leifur Runólfsson skrifar 29. desember 2011 06:00 Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun