Taldir hafa reynt að breiða yfir brotið með skjalafalsi 20. desember 2011 07:00 Lárus Welding er annar tveggja manna sem ákærðir eru í þriðja máli sérstaks saksóknara sem ratar til dómstóla. Guðmundur Hjaltason hafði umsjón með lánveitingunum sem yfirmaður fyrirtækjasviðs bankans. Hann var skömmu síðar ráðinn til Milestone.Fréttablaðið/samsett mynd Saksóknari telur að tilgangur Glitnismanna með tíu milljarða láni til Milestone hafi verið að koma í veg fyrir að bréf í bankanum hryndu. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir umboðssvik. Sérstakur saksóknari telur að Glitnismenn hafi falsað lánasamning upp á tíu milljarða til að láta líta út fyrir að lánið hafi verið veitt félaginu Vafningi, þegar það hafi í raun runnið beint til Milestone. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Tvímenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með lánveitingunni, sem var afgreidd 8. febrúar 2008. Í ákærunni segir að lánið hafi verið veitt Milestone án trygginga eða ábyrgða og andstætt reglum bankans um hámarkslánveitingar til einnar og sömu félagasamstæðunnar. Með láninu fóru heildarlánveitingar Glitnis til Milestone-samstæðunnar í 18,8 prósent af eigin fé bankans, en hámarkið var sautján prósent. Tilgangur lánsins, að því er segir í ákærunni, var að gera Milestone kleift að greiða skuld dótturfélags síns, Þáttar International, við bandaríska bankann Morgan Stanley. Glitnir átti hagsmuna að gæta við það uppgjör, því að hefði skuldin ekki verið greidd var fyrirsjáanlegt að Morgan Stanley mundi ganga að sjö prósenta hlut sem Þáttur International átti í Glitni og setja hann á almennan markað. Í ákærunni segir að það hefði líklega rýrt virði bréfa í bankanum umsvifalaust. Lánið, sem var að andvirði um 102 milljóna evra, eða tíu milljarða króna á gengi þess tíma, fluttist fjórum dögum seinna í félagið Vafning. Um þá lánveitingu var smíðaður nýr samningur svo að á pappír leit ferlið þannig út að Vafningur hefði fengið nýtt lán og með því greitt niður skuld Milestone sem stofnað var til fjórum dögum fyrr. Sérstakur saksóknari telur ljóst að sú hafi alls ekki verið raunin, enda hafi Vafningur engan reikning átt í Glitni og því hafi verið ómögulegt að lána félaginu beint. Lánið hafi þvert á móti verið til Milestone, það síðan flutt til Vafnings og skjöl útbúin eftir á til að það liti þannig út að lánið hefði verið veitt beint til Vafnings. Síðar í sama mánuði var félaginu Svartháfi, skráð í eigu Werners Rasmussonar, föður Karls og Steingríms Wernerssona sem áttu Milestone, veitt ríflega átján milljarða lán. Tilgangur þess var sá sami og hins: að greiða niður skuld Milestone við Morgan Stanley. Af því fóru hins vegar um fimm milljarðar í að greiða niður helming skuldar Vafnings við Glitni. Hinn helmingurinn hefur aldrei verið greiddur. Svartháfur greiddi heldur aldrei sitt lán og því situr Glitnir eftir með um 23 milljarða tap af fléttunni, eða tæplega 35 milljarða tap miðað við gengi evrunnar í dag. Síðari lánveitingin – sú til Svartháfs – er ekki undir í ákærunni sem nú hefur verið gefin út þótt heimildir Fréttablaðsins hermi að hún hafi jafnframt verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Ekki er útséð með að fleiri ákærur verði gefnar út sem tengjast þessum viðskiptum. Tjónið af láninu sem ákært er fyrir er metið á að minnsta kosti fimm milljarða á þáverandi gengi eða 7,5 milljarða miðað við gengi evrunnar í dag. „Lánveitingin átti þátt í að Glitnir féll í byrjun október 2008 með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning á Íslandi,“ segir í ákærunni.stigur@frettabladid.is Vafningsmálið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Saksóknari telur að tilgangur Glitnismanna með tíu milljarða láni til Milestone hafi verið að koma í veg fyrir að bréf í bankanum hryndu. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir umboðssvik. Sérstakur saksóknari telur að Glitnismenn hafi falsað lánasamning upp á tíu milljarða til að láta líta út fyrir að lánið hafi verið veitt félaginu Vafningi, þegar það hafi í raun runnið beint til Milestone. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Tvímenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með lánveitingunni, sem var afgreidd 8. febrúar 2008. Í ákærunni segir að lánið hafi verið veitt Milestone án trygginga eða ábyrgða og andstætt reglum bankans um hámarkslánveitingar til einnar og sömu félagasamstæðunnar. Með láninu fóru heildarlánveitingar Glitnis til Milestone-samstæðunnar í 18,8 prósent af eigin fé bankans, en hámarkið var sautján prósent. Tilgangur lánsins, að því er segir í ákærunni, var að gera Milestone kleift að greiða skuld dótturfélags síns, Þáttar International, við bandaríska bankann Morgan Stanley. Glitnir átti hagsmuna að gæta við það uppgjör, því að hefði skuldin ekki verið greidd var fyrirsjáanlegt að Morgan Stanley mundi ganga að sjö prósenta hlut sem Þáttur International átti í Glitni og setja hann á almennan markað. Í ákærunni segir að það hefði líklega rýrt virði bréfa í bankanum umsvifalaust. Lánið, sem var að andvirði um 102 milljóna evra, eða tíu milljarða króna á gengi þess tíma, fluttist fjórum dögum seinna í félagið Vafning. Um þá lánveitingu var smíðaður nýr samningur svo að á pappír leit ferlið þannig út að Vafningur hefði fengið nýtt lán og með því greitt niður skuld Milestone sem stofnað var til fjórum dögum fyrr. Sérstakur saksóknari telur ljóst að sú hafi alls ekki verið raunin, enda hafi Vafningur engan reikning átt í Glitni og því hafi verið ómögulegt að lána félaginu beint. Lánið hafi þvert á móti verið til Milestone, það síðan flutt til Vafnings og skjöl útbúin eftir á til að það liti þannig út að lánið hefði verið veitt beint til Vafnings. Síðar í sama mánuði var félaginu Svartháfi, skráð í eigu Werners Rasmussonar, föður Karls og Steingríms Wernerssona sem áttu Milestone, veitt ríflega átján milljarða lán. Tilgangur þess var sá sami og hins: að greiða niður skuld Milestone við Morgan Stanley. Af því fóru hins vegar um fimm milljarðar í að greiða niður helming skuldar Vafnings við Glitni. Hinn helmingurinn hefur aldrei verið greiddur. Svartháfur greiddi heldur aldrei sitt lán og því situr Glitnir eftir með um 23 milljarða tap af fléttunni, eða tæplega 35 milljarða tap miðað við gengi evrunnar í dag. Síðari lánveitingin – sú til Svartháfs – er ekki undir í ákærunni sem nú hefur verið gefin út þótt heimildir Fréttablaðsins hermi að hún hafi jafnframt verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Ekki er útséð með að fleiri ákærur verði gefnar út sem tengjast þessum viðskiptum. Tjónið af láninu sem ákært er fyrir er metið á að minnsta kosti fimm milljarða á þáverandi gengi eða 7,5 milljarða miðað við gengi evrunnar í dag. „Lánveitingin átti þátt í að Glitnir féll í byrjun október 2008 með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning á Íslandi,“ segir í ákærunni.stigur@frettabladid.is
Vafningsmálið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira