Aron: Það vantaði aga og festu í hópinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2011 07:30 Aron hefur komið skikki á leik Haukaliðsins á nýjan leik og það mætir Íslandsmeisturum FH í stórleik í kvöld. fréttablaðið/hag Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hannover-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tímabils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum," sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson kláraði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum," sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vantaði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið." Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarnir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér." Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru framfarirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist." Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta gerist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirraður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausnum á mér," sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég." Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hannover-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tímabils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum," sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson kláraði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum," sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vantaði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið." Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarnir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér." Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru framfarirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist." Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta gerist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirraður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausnum á mér," sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég."
Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira