Leyndarmál Kiljunnar: Hver var Arnliði Álfgeir? Freyr Þórarinsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun