Auðvitað er rekið kjördæmapot 15. desember 2011 06:00 Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun