Staðgöngumæðrun: fáeinar konur þurfa veglyndi samfélagsins Reynir Tómas Geirsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar