Þrífyllti Hörpuna en komst ekki í gegnum greiðslumat 13. desember 2011 10:00 Sáttur Þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum greiðslumatið hjá bankanum sínum er Örn Elías bara sáttur með það, bankinn hafi sennilega verið að gera honum og fjölskyldunni meiri greiða heldur en hitt.Fréttablaðið/Stefán „Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
„Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira