Aukin gæði í kennslu og rannsóknum háskóla Katrín Jakobsdóttir skrifar 7. desember 2011 06:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust á sama tíma og haldið var upp á 100 ára afmæli Háskóla Íslands að hann væri á nýjum lista Times yfir 300 bestu háskóla í heimi. Skammt er þess að minnast að HÍ setti sér það markmið að vera meðal 100 bestu háskóla heims og þessi árangur sýnir að takmarkið er raunhæft. Stofnun Aldarafmælissjóðs HÍ er liður í því verkefni enda takmark hans að efla rannsóknir og nýsköpun, sem nýtast muni til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar. Framlög í afmælissjóðinn verða árangurstengd og höfð hliðsjón af því hvernig miðar í sókn HÍ að markmiðum í samræmi við árangursmælikvarða. Sumarið 2010 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnu um opinbera háskóla. Með henni er ætlunin að standa vörð um starfsemi þeirra með því að stofna samstarfsnet, með hugsanlega sameiningu í huga. Markmiðið er þríþætt: Í fyrsta lagi að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags. Í öðru lagi að hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best. Í þriðja lagi að halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Miðað er við að aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir geti tekið þátt í starfi netsins, óháð rekstrarformi. Rektorar opinberu háskólanna undirrituðu nú í vikunni samstarfssamning um greiðan aðgang nemenda að námskeiðum á milli skólanna og byggir hann á vönduðum undirbúningi sem staðið hefur yfir undanfarið ár. Til að auka gæði allra skóla á háskólastigi hér á landi þarf að setja gæðaviðmið og fylgjast með hvort þeim sé náð. Sérstakir vinnu- og rýnihópar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins voru settir á stofn árið 2009, til að móta leiðir fyrir íslenska háskólakerfið. Ein af tillögum þessara vinnuhópa var að efla eftirlit með gæðum þeirrar starfsemi sem fram fer innan veggja íslenskra háskóla. Niðurstaðan varð að stofna hér á landi gæðaráð skipað erlendum sérfræðingum. Við þessa ákvörðun var tekið mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs, Byggt á styrkum stoðum, en þar er kveðið á um að efla beri formlegt eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna við háskóla. Gæðaráð háskólanna var svo formlega stofnað árið 2010 eftir undirbúning á vegum ráðuneytisins í samstarfi við Rannís, háskólana og Norman Sharp, fyrrverandi yfirmann þeirrar stofnunar sem fer með gæðaeftirlit við skoska háskóla. Formaður gæðaráðsins hér á landi er fyrrgreindur Norman Sharp. Honum til halds og trausts eru Barbara Brittingham, framkvæmdastjóri hjá New England Association of Schools and Colleges, sem meðal annars annast ytra gæðaeftirlit með háskólum eins og MIT, Brandeis og Harvard, Tove Bull, fyrrum rektor háskólans í Tromsö, Rita McAllister; skoskur sérfræðingur í listmenntun og fyrrum prófessor, Jean-Marie Hombert, prófessor við Háskólann í Lyon í Frakklandi, og hinn enski Frank Quinault, prófessor við Háskólann í St. Andrews. Eftir sem áður munu færustu fagsérfræðingar sem völ er á annast einstakar úttektir og munu meðlimir gæðaráðsins einvörðungu taka þátt í úttektum þar sem sérfræðiþekking þeirra nýtist. Til að tryggja aðkomu hagsmunaaðila háskóla og efla gagnsæi og upplýsingaflæði á milli ráðsins og háskólasamfélagins hefur enn fremur verið sett á stofn ráðgjafanefnd gæðaráðs. Í henni eiga sæti fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, háskóla, Vísinda- og tækniráðs og stúdenta. Markmið gæðaráðsins er meðal annars að tryggja gæði háskólastarfsemi hér á landi, bæði á sviði rannsókna og kennslu, að tryggja samkeppnishæfni háskólanna og færa gæðaeftirlit til samræmis við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig. Gæðaráðið mótar aðferðafræði fyrir mat á gæðum í kennslu og rannsóknum og mun gera tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um eftirlit með kennslu og rannsóknum við íslenska háskóla. Það hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a. gerir kröfur um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit. Stefnan er sett fram í gæðahandbók sem var kynnt á ráðstefnu um gæðamál háskólanna 18. október sl. Í henni eru sett fram mælanleg markmið sem háskólar verða að uppfylla og munu úrskurðir gæðaráðsins verða birtir opinberlega. Sett hafa verið skýr markmið og tímarammi um hvenær og hversu oft viðkomandi háskólar skulu gangast undir opinbert ytra gæðaeftirlit. Ljóst má vera að það eru miklar hræringar í íslensku háskólaumhverfi. Leiðarljósin eru skýr: Efla kennslu og rannsóknir um land allt með auknu samstarfi og öflugu gæðaeftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust á sama tíma og haldið var upp á 100 ára afmæli Háskóla Íslands að hann væri á nýjum lista Times yfir 300 bestu háskóla í heimi. Skammt er þess að minnast að HÍ setti sér það markmið að vera meðal 100 bestu háskóla heims og þessi árangur sýnir að takmarkið er raunhæft. Stofnun Aldarafmælissjóðs HÍ er liður í því verkefni enda takmark hans að efla rannsóknir og nýsköpun, sem nýtast muni til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar. Framlög í afmælissjóðinn verða árangurstengd og höfð hliðsjón af því hvernig miðar í sókn HÍ að markmiðum í samræmi við árangursmælikvarða. Sumarið 2010 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnu um opinbera háskóla. Með henni er ætlunin að standa vörð um starfsemi þeirra með því að stofna samstarfsnet, með hugsanlega sameiningu í huga. Markmiðið er þríþætt: Í fyrsta lagi að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags. Í öðru lagi að hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best. Í þriðja lagi að halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Miðað er við að aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir geti tekið þátt í starfi netsins, óháð rekstrarformi. Rektorar opinberu háskólanna undirrituðu nú í vikunni samstarfssamning um greiðan aðgang nemenda að námskeiðum á milli skólanna og byggir hann á vönduðum undirbúningi sem staðið hefur yfir undanfarið ár. Til að auka gæði allra skóla á háskólastigi hér á landi þarf að setja gæðaviðmið og fylgjast með hvort þeim sé náð. Sérstakir vinnu- og rýnihópar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins voru settir á stofn árið 2009, til að móta leiðir fyrir íslenska háskólakerfið. Ein af tillögum þessara vinnuhópa var að efla eftirlit með gæðum þeirrar starfsemi sem fram fer innan veggja íslenskra háskóla. Niðurstaðan varð að stofna hér á landi gæðaráð skipað erlendum sérfræðingum. Við þessa ákvörðun var tekið mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs, Byggt á styrkum stoðum, en þar er kveðið á um að efla beri formlegt eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna við háskóla. Gæðaráð háskólanna var svo formlega stofnað árið 2010 eftir undirbúning á vegum ráðuneytisins í samstarfi við Rannís, háskólana og Norman Sharp, fyrrverandi yfirmann þeirrar stofnunar sem fer með gæðaeftirlit við skoska háskóla. Formaður gæðaráðsins hér á landi er fyrrgreindur Norman Sharp. Honum til halds og trausts eru Barbara Brittingham, framkvæmdastjóri hjá New England Association of Schools and Colleges, sem meðal annars annast ytra gæðaeftirlit með háskólum eins og MIT, Brandeis og Harvard, Tove Bull, fyrrum rektor háskólans í Tromsö, Rita McAllister; skoskur sérfræðingur í listmenntun og fyrrum prófessor, Jean-Marie Hombert, prófessor við Háskólann í Lyon í Frakklandi, og hinn enski Frank Quinault, prófessor við Háskólann í St. Andrews. Eftir sem áður munu færustu fagsérfræðingar sem völ er á annast einstakar úttektir og munu meðlimir gæðaráðsins einvörðungu taka þátt í úttektum þar sem sérfræðiþekking þeirra nýtist. Til að tryggja aðkomu hagsmunaaðila háskóla og efla gagnsæi og upplýsingaflæði á milli ráðsins og háskólasamfélagins hefur enn fremur verið sett á stofn ráðgjafanefnd gæðaráðs. Í henni eiga sæti fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, háskóla, Vísinda- og tækniráðs og stúdenta. Markmið gæðaráðsins er meðal annars að tryggja gæði háskólastarfsemi hér á landi, bæði á sviði rannsókna og kennslu, að tryggja samkeppnishæfni háskólanna og færa gæðaeftirlit til samræmis við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig. Gæðaráðið mótar aðferðafræði fyrir mat á gæðum í kennslu og rannsóknum og mun gera tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um eftirlit með kennslu og rannsóknum við íslenska háskóla. Það hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a. gerir kröfur um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit. Stefnan er sett fram í gæðahandbók sem var kynnt á ráðstefnu um gæðamál háskólanna 18. október sl. Í henni eru sett fram mælanleg markmið sem háskólar verða að uppfylla og munu úrskurðir gæðaráðsins verða birtir opinberlega. Sett hafa verið skýr markmið og tímarammi um hvenær og hversu oft viðkomandi háskólar skulu gangast undir opinbert ytra gæðaeftirlit. Ljóst má vera að það eru miklar hræringar í íslensku háskólaumhverfi. Leiðarljósin eru skýr: Efla kennslu og rannsóknir um land allt með auknu samstarfi og öflugu gæðaeftirliti.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun