Samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. desember 2011 06:00 Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun