Út fyrir endimörk alheimsins 2. desember 2011 06:00 Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru…
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar