Lífeyriskerfi á traustum grunni! 2. desember 2011 06:00 Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun