Almannahagsmunir? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. Til stendur að afgreiða tillöguna frá ráðinu í dag. Þar er lagt til að til viðbótar við aukna flokkun á heimilisúrgangi (þar sem pappírs- og plastefni verði flokkuð í sértunnu) verði ekki aðeins stór hluti sorphirðu borgarinnar boðinn út heldur einnig móttaka og úrvinnsla. Að einkaaðilar sinni hirðu og móttöku endurvinnsluefna (þess hluta sem er hægt að hagnast á) en Sorphirða borgarinnar hirði annað og það fari til SORPU bs. Það mun ekki ganga til lengdar að hirðu frá heimilum verði sinnt af tveimur aðilum og því metur sorphirðufólk og verkalýðsfélag þess þetta svo að stefnt sé að útvistun allrar sorphirðu borgarinnar. Jafnframt þessu er ógnað tilveru SORPU, tæplega tveggja milljarða króna fjárfestingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrargrundvöllurinn veikist þegar stór hluti þess sem fyrirtækið hefur verið byggt upp til að taka á móti, fer annað. Tillögum Karls fylgja engir útreikningar og ekki er reynt að sýna fram á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu sem hingað til hefur komið vel út í öllum þjónustukönnunum eða að það sé hagkvæmara að einkavæða móttökuna. Í tengslum við Evróputilskipun í úrgangsmálum og svæðisáætlun hefur Sorpa hinsvegar gert áætlanir um flokkunarstöð, gas og jarðgerðarstöð og þar er reiknað með að þær úrlausnir muni ekki hækka sorphirðugjöld íbúanna. Fákeppni á úrgangsmarkaði er gríðarleg á Íslandi og einokun gæti hækkað sorphirðugjöld. Þetta mál á að bera undir íbúa borgarinnar. Kostir kynntir, kostnaður metinn og upplýst ákvörðun tekin í framhaldi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. Til stendur að afgreiða tillöguna frá ráðinu í dag. Þar er lagt til að til viðbótar við aukna flokkun á heimilisúrgangi (þar sem pappírs- og plastefni verði flokkuð í sértunnu) verði ekki aðeins stór hluti sorphirðu borgarinnar boðinn út heldur einnig móttaka og úrvinnsla. Að einkaaðilar sinni hirðu og móttöku endurvinnsluefna (þess hluta sem er hægt að hagnast á) en Sorphirða borgarinnar hirði annað og það fari til SORPU bs. Það mun ekki ganga til lengdar að hirðu frá heimilum verði sinnt af tveimur aðilum og því metur sorphirðufólk og verkalýðsfélag þess þetta svo að stefnt sé að útvistun allrar sorphirðu borgarinnar. Jafnframt þessu er ógnað tilveru SORPU, tæplega tveggja milljarða króna fjárfestingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrargrundvöllurinn veikist þegar stór hluti þess sem fyrirtækið hefur verið byggt upp til að taka á móti, fer annað. Tillögum Karls fylgja engir útreikningar og ekki er reynt að sýna fram á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu sem hingað til hefur komið vel út í öllum þjónustukönnunum eða að það sé hagkvæmara að einkavæða móttökuna. Í tengslum við Evróputilskipun í úrgangsmálum og svæðisáætlun hefur Sorpa hinsvegar gert áætlanir um flokkunarstöð, gas og jarðgerðarstöð og þar er reiknað með að þær úrlausnir muni ekki hækka sorphirðugjöld íbúanna. Fákeppni á úrgangsmarkaði er gríðarleg á Íslandi og einokun gæti hækkað sorphirðugjöld. Þetta mál á að bera undir íbúa borgarinnar. Kostir kynntir, kostnaður metinn og upplýst ákvörðun tekin í framhaldi þess.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar