Af leikskólamálum Jón Gnarr skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. Ef bæta á tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun verða borgarbúar að borga hærri skatta eða þeir sem nota þjónustuna að greiða meira fyrir hana. Það er bara þannig. Borgin verður að sýna traustan rekstur ef ekki á illa að fara. Er það enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Allt gengur þetta sæmilega fyrir sig á meðan allir eru tiltölulega raunsæir og gera eðlilegar kröfur. Eitt leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári. Kostnaðarhlutur foreldra í Reykjavík er innan við 15%. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar í Reykjavík og annars staðar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á 7,6% launahækkun við undirritun samnings sem var um 3 prósentum meira en það sem taxtar annarra háskólafélaga hækkuðu. Þar gekk fólk sátt frá samningaborði. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum eins og oft er þegar sest er niður við samningaborð. Horfði Félag leikskólakennara mjög til kjara félagsmanna sinna í Reykjavík en þau höfðu verið nokkuð betri en hjá öðrum félagsmönnum innan félagsins frá árinu 2008. Ástæðan var sú að Reykjavík greiddi launauppbót sem starfsfólk leikskólanna í Reykjavík og hjá fleiri sveitarfélögum á landinu höfðu fengið árið 2007. Öll önnur sveitarfélög höfðu hins vegar afnumið launauppbótina, í kjölfar efnahagshrunsins. Launauppbótin, greiðsla fyrir 10 tíma yfirvinnu á mánuði, var einföld yfirborgun. Henni var komið á vegna þess að erfitt var að ráða fólk til leikskólanna 2007 þegar allt var á bullandi yfirsnúningi í þjóðfélaginu. Leikskólarnir voru undirmannaðir á þessum tíma og hið góða starfsfólk þeirra vann undir miklu álagi. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Hins vegar rýrnuðu kjör allra í þjóðfélaginu gríðarlega. Spara þurfti á öllum sviðum, m.a. á öllum stigum skólakerfisins. Þrátt fyrir að leitað hafi verið að öllum mögulegum sparnaðarráðum var ákveðið að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík fengi áfram að halda launauppbótinni. Brugðið var á það ráð að sameina leikskóla og spara við yfirstjórn skólanna frekar en að skerða laun. Sá sparnaður mun skila umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu þegar þeir settust niður við samningaborðið í sumar. Þeir vildu ná sambærilegum kjörum fyrir alla sína félagsmenn og boðið hafði verið upp á í Reykjavík frá 2007. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því alltaf haldið til haga í viðræðum um kjarasamninginn að ef niðurstaðan yrði sú sem Félag leikskólakennara sóttist eftir þá myndi launauppbótin, sem Reykjavík hafði ein greitt eftir hrun, falla niður. Laun leikskólakennara í Reykjavík yrðu þá sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum sveitarfélögum enda væri þá launauppbótin komin inn í kjarasamninga. Formaður FL var því vel búinn undir það að launauppbótin yrði afnumin eftir því sem launahækkanir skiluðu sér til félagsmanna. Enda sagði hann í Fréttablaðinu (22. nóvember sl.) að leikskólakennarar hefðu búist við þessu. Gert er ráð fyrir að launauppbótin verðin afnumin í fjórum áföngum fram til ársins 2014. Þó að engin málefnaleg ástæða sé til þess að reykvískir leikskólakennarar fái hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þýðir þetta aðlögunarferli samt að allan samningstímann verða leikskólakennarar í Reykjavík með ívið hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þar sem launauppbótin verður afnumin í þrepum eftir því sem hækkanir umfram aðra samninga koma inn. Það er líka mikil einföldun sem komið hefur fram í fjölmiðlum að verið sé að taka greiðslur fyrir svokallað neysluhlé af leikskólakennurum. Þeir hafa fengið greitt fyrir að borða með börnunum og hefur vinnutími þeirra styst á móti. Vinni þeir lengur fá þeir greidda yfirvinnu. Ef þetta væri ekki svona þá hefðu öll hin sveitarfélögin, sem líka greiddu launauppbótina fyrir hrun, verið að brjóta gegn samningi við leikskólakennara þegar þeir afnámu launauppbótina. Þegar ákveðið var að afnema launauppbótina varð að skoða kjör annarra stétta sem vinna hjá leikskólunum. Þar vinnur einnig fólk sem heyrir undir stéttarfélagið Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þetta fólk fékk umtalsvert minni launahækkanir í sínum samningum en leikskólakennarar. Eru kjörin lægst hjá Eflingarhópnum. Því var ákveðið að þessi hópur héldi launauppbótinni enn um sinn. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að kjarabót eins verði til þess að kjör annarra rýrni. Ég vil ekki standa fyrir því að rýra kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Kjarasamningar hafa nú verið gerðir við alla starfshópa hjá Reykjavíkurborg. Er það fagnaðarefni að tekist hafi að ljúka þeim með farsælum hætti. Það er einlæg von mín að við getum gert betur og betur við starfsfólk borgarinnar, t.d. með því að bæta starfsumhverfi, eftir því sem hagur okkar batnar. Að því mun ég stefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. Ef bæta á tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun verða borgarbúar að borga hærri skatta eða þeir sem nota þjónustuna að greiða meira fyrir hana. Það er bara þannig. Borgin verður að sýna traustan rekstur ef ekki á illa að fara. Er það enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Allt gengur þetta sæmilega fyrir sig á meðan allir eru tiltölulega raunsæir og gera eðlilegar kröfur. Eitt leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári. Kostnaðarhlutur foreldra í Reykjavík er innan við 15%. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar í Reykjavík og annars staðar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á 7,6% launahækkun við undirritun samnings sem var um 3 prósentum meira en það sem taxtar annarra háskólafélaga hækkuðu. Þar gekk fólk sátt frá samningaborði. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum eins og oft er þegar sest er niður við samningaborð. Horfði Félag leikskólakennara mjög til kjara félagsmanna sinna í Reykjavík en þau höfðu verið nokkuð betri en hjá öðrum félagsmönnum innan félagsins frá árinu 2008. Ástæðan var sú að Reykjavík greiddi launauppbót sem starfsfólk leikskólanna í Reykjavík og hjá fleiri sveitarfélögum á landinu höfðu fengið árið 2007. Öll önnur sveitarfélög höfðu hins vegar afnumið launauppbótina, í kjölfar efnahagshrunsins. Launauppbótin, greiðsla fyrir 10 tíma yfirvinnu á mánuði, var einföld yfirborgun. Henni var komið á vegna þess að erfitt var að ráða fólk til leikskólanna 2007 þegar allt var á bullandi yfirsnúningi í þjóðfélaginu. Leikskólarnir voru undirmannaðir á þessum tíma og hið góða starfsfólk þeirra vann undir miklu álagi. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Hins vegar rýrnuðu kjör allra í þjóðfélaginu gríðarlega. Spara þurfti á öllum sviðum, m.a. á öllum stigum skólakerfisins. Þrátt fyrir að leitað hafi verið að öllum mögulegum sparnaðarráðum var ákveðið að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík fengi áfram að halda launauppbótinni. Brugðið var á það ráð að sameina leikskóla og spara við yfirstjórn skólanna frekar en að skerða laun. Sá sparnaður mun skila umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu þegar þeir settust niður við samningaborðið í sumar. Þeir vildu ná sambærilegum kjörum fyrir alla sína félagsmenn og boðið hafði verið upp á í Reykjavík frá 2007. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því alltaf haldið til haga í viðræðum um kjarasamninginn að ef niðurstaðan yrði sú sem Félag leikskólakennara sóttist eftir þá myndi launauppbótin, sem Reykjavík hafði ein greitt eftir hrun, falla niður. Laun leikskólakennara í Reykjavík yrðu þá sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum sveitarfélögum enda væri þá launauppbótin komin inn í kjarasamninga. Formaður FL var því vel búinn undir það að launauppbótin yrði afnumin eftir því sem launahækkanir skiluðu sér til félagsmanna. Enda sagði hann í Fréttablaðinu (22. nóvember sl.) að leikskólakennarar hefðu búist við þessu. Gert er ráð fyrir að launauppbótin verðin afnumin í fjórum áföngum fram til ársins 2014. Þó að engin málefnaleg ástæða sé til þess að reykvískir leikskólakennarar fái hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þýðir þetta aðlögunarferli samt að allan samningstímann verða leikskólakennarar í Reykjavík með ívið hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þar sem launauppbótin verður afnumin í þrepum eftir því sem hækkanir umfram aðra samninga koma inn. Það er líka mikil einföldun sem komið hefur fram í fjölmiðlum að verið sé að taka greiðslur fyrir svokallað neysluhlé af leikskólakennurum. Þeir hafa fengið greitt fyrir að borða með börnunum og hefur vinnutími þeirra styst á móti. Vinni þeir lengur fá þeir greidda yfirvinnu. Ef þetta væri ekki svona þá hefðu öll hin sveitarfélögin, sem líka greiddu launauppbótina fyrir hrun, verið að brjóta gegn samningi við leikskólakennara þegar þeir afnámu launauppbótina. Þegar ákveðið var að afnema launauppbótina varð að skoða kjör annarra stétta sem vinna hjá leikskólunum. Þar vinnur einnig fólk sem heyrir undir stéttarfélagið Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þetta fólk fékk umtalsvert minni launahækkanir í sínum samningum en leikskólakennarar. Eru kjörin lægst hjá Eflingarhópnum. Því var ákveðið að þessi hópur héldi launauppbótinni enn um sinn. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að kjarabót eins verði til þess að kjör annarra rýrni. Ég vil ekki standa fyrir því að rýra kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Kjarasamningar hafa nú verið gerðir við alla starfshópa hjá Reykjavíkurborg. Er það fagnaðarefni að tekist hafi að ljúka þeim með farsælum hætti. Það er einlæg von mín að við getum gert betur og betur við starfsfólk borgarinnar, t.d. með því að bæta starfsumhverfi, eftir því sem hagur okkar batnar. Að því mun ég stefna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar