Að hirða arðinn af veiðunum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2011 09:00 Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlendum mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmdastjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðlilegan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráðstafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlendum mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmdastjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðlilegan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráðstafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar