Tíminn til að hemja hlýnun að renna út 10. nóvember 2011 05:30 Erfitt verður að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu. nordicphotos/AFP „Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í orkumálum næstu áratugina er því spáð að orkunotkun mannkyns muni aukast um þriðjung fram til ársins 2035, að því gefnu að þeim markmiðum, sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, verði framfylgt af varfærni. Níutíu prósent þessa vaxtar verða í ríkjum utan OECD. Stofnunin segir tvennt næsta víst í framtíðinni: fólki heldur áfram að fjölga og tekjur halda áfram að hækka. Þrátt fyrir alla óvissu um framtíðina ætti að vera ljóst, að af þessu tvennu leiðir að orkuþörf mannkyns verður meiri. „Stjórnvöld verða að grípa til strangari aðgerða til að efla fjárfestingu í hagkvæmri tækni sem notar lítið af kolefnum,“ segir Maria van der Hoeven, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða fyrir árið 2017, verður orðið of seint að snúa við þeirri þróun að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður á Celcius-kvarða. Almennt hefur verið gengið út frá því að hlýnun jarðar megi ekki verða meiri en tvær gráður, ef afleiðingarnar eigi ekki að verða afdrifaríkar fyrir stóran hluta mannkyns. Líklegasta framhaldið, samkvæmt spá orkustofnunarinnar, er sú að hlýnunin verði þegar fram líða stundir 3,5 gráður, jafnvel þótt öll ríki framfylgi þeim loforðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem þegar hafa verið gefin á alþjóðavettvangi. Leggja þarf út í verulegan kostnað strax á allra næstu árum ef takast á að snúa þeirri þróun við. Allur dráttur á aðgerðum, þótt kostnaðarsamar séu, bitna hins vegar á framtíðinni: „Fyrir hvern Bandaríkjadal sem sparast í fjárfestingum í orkugeiranum fyrir árið 2020 þarf að verja 4,3 dölum til viðbótar eftir árið 2020 til þess að bæta fyrir aukinn útblástur,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
„Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í orkumálum næstu áratugina er því spáð að orkunotkun mannkyns muni aukast um þriðjung fram til ársins 2035, að því gefnu að þeim markmiðum, sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, verði framfylgt af varfærni. Níutíu prósent þessa vaxtar verða í ríkjum utan OECD. Stofnunin segir tvennt næsta víst í framtíðinni: fólki heldur áfram að fjölga og tekjur halda áfram að hækka. Þrátt fyrir alla óvissu um framtíðina ætti að vera ljóst, að af þessu tvennu leiðir að orkuþörf mannkyns verður meiri. „Stjórnvöld verða að grípa til strangari aðgerða til að efla fjárfestingu í hagkvæmri tækni sem notar lítið af kolefnum,“ segir Maria van der Hoeven, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða fyrir árið 2017, verður orðið of seint að snúa við þeirri þróun að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður á Celcius-kvarða. Almennt hefur verið gengið út frá því að hlýnun jarðar megi ekki verða meiri en tvær gráður, ef afleiðingarnar eigi ekki að verða afdrifaríkar fyrir stóran hluta mannkyns. Líklegasta framhaldið, samkvæmt spá orkustofnunarinnar, er sú að hlýnunin verði þegar fram líða stundir 3,5 gráður, jafnvel þótt öll ríki framfylgi þeim loforðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem þegar hafa verið gefin á alþjóðavettvangi. Leggja þarf út í verulegan kostnað strax á allra næstu árum ef takast á að snúa þeirri þróun við. Allur dráttur á aðgerðum, þótt kostnaðarsamar séu, bitna hins vegar á framtíðinni: „Fyrir hvern Bandaríkjadal sem sparast í fjárfestingum í orkugeiranum fyrir árið 2020 þarf að verja 4,3 dölum til viðbótar eftir árið 2020 til þess að bæta fyrir aukinn útblástur,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira