Foreldrar gegn einelti Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun