Heildstæð orkustefna Katrín Júlíusdóttir skrifar 7. nóvember 2011 07:00 Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar