Ungur Valsari vill komast í breska landsliðið fyrir Ólympíuleikana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2011 10:00 óvæntur fulltrúi íslands á ólympíuleikunum? Hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í Ólympíuhópi breska landsliðsins í handbolta.fréttablaðið/anton Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við. Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira