Ljúfur og trylltur Tom Waits 27. október 2011 22:00 Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann. Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Waits kallar fram óvenjusterk viðbrögð hjá fólki. Margir dýrka hann og líta á hann sem meistara sem eigi sér engan sinn líka, en svo eru þeir til sem þola hann ekki og fá ógleði af því einu að heyra hrjúfa röddina. Og það virðist ekki vera mikið þarna á milli. Annað hvort elska menn Tom Waits eða þeir hata hann. Ég hef lengi tilheyrt fyrrnefnda hópnum og þess vegna var ég fljótur að stökkva til þegar ég heyrði af Bad as Me, nýju Tom Waits-plötunni sem kom út á mánudaginn og er hans fyrsta plata með nýju efni í sjö ár. Gerir það sem honum sýnistTom Waits hefur gert nákvæmlega það sem honum sýnist síðustu ár. Hann gefur út þegar hann vill og það sem hann vill. Eftir að samningur hans við Island-fyrirtækið kláraðist samdi hann við Anti-útgáfuna og árið 1999 kom út fyrsta plata þess samstarfs, Mule Variations, sem náði miklum vinsældum. Síðan komu tvær sama daginn, Alice og Blood Money (2002), og svo Real Gone (2004). Auk þess sendi hann frá sér þreföldu safnplötuna Orphans árið 2006, en á henni var áður óútgefið eða illfáanlegt efni, og tónleikaplötuna Glitter and Doom fyrir tveimur árum. Tónlistarlega eru þessar plötur nokkuð fjölbreyttar. Það má segja að allan ferilinn hafi Tom Waits flakkað á milli rólegrar og ljúfrar tónlistar og ýktrar og æstrar. Stundum blandast þetta fullkomlega á sömu plötunni, til dæmis á Mule Variations, en svo eru líka ljúfar plötur (Closing Time, Blue Valentine) og trylltar (Real Gone). Á nýju plötunni Bad as Me eru lög úr báðum þessum deildum. Platan byrjar með látum með laginu Chicago og lögin Bad as Me, Raised Right Men, Satisfied og Hell Broke Luce eru sömuleiðis æst og kraftmikil, en svo eru róleg lög inni á milli, þar á meðal Face to the Highway og Back in the Crowd. Keith Richards meðal gestaTom Waits var tekinn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Þegar hann tók við þessari eftirsóttu heiðursnafnbót sagði hann m.a. og beindi orðum sínum til bransamannanna í salnum: „Menn segja að ég eigi engin metsölulög og að ég sé erfiður í samstarfi. Og þeir segja það eins og það sé eitthvað slæmt!" Waits á samt ekki í vandræðum með að fá tónlistarmenn til að vinna með sér. Á meðal þeirra sem spila á Bad as Me má nefna sjálfan Keith Richards, David Hidalgo úr Los Lobos og gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Marc Ribot, sem hefur mikið unnið með Waits. Eins og áður segir eru skoðanir mjög skiptar á Tom Waits. Gagnrýnendur hafa samt nánast undantekningarlaust tekið nýju plötunni vel. Þegar þetta er skrifað er hún með 9/10 á Metacritic-vefsíðunni, en það er meðaleinkunn 27 gagnrýnenda. Bresku blöðin Independent, Telegraph og Clash eru á meðal þeirra miðla sem gefa henni hæstu einkunn. Bad as Me er fín plata. Þeir sem kunna að meta Tom Waits verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Það er samt ólíklegt að hún snúi þeim sem þola hann ekki… Fréttir Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann. Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Waits kallar fram óvenjusterk viðbrögð hjá fólki. Margir dýrka hann og líta á hann sem meistara sem eigi sér engan sinn líka, en svo eru þeir til sem þola hann ekki og fá ógleði af því einu að heyra hrjúfa röddina. Og það virðist ekki vera mikið þarna á milli. Annað hvort elska menn Tom Waits eða þeir hata hann. Ég hef lengi tilheyrt fyrrnefnda hópnum og þess vegna var ég fljótur að stökkva til þegar ég heyrði af Bad as Me, nýju Tom Waits-plötunni sem kom út á mánudaginn og er hans fyrsta plata með nýju efni í sjö ár. Gerir það sem honum sýnistTom Waits hefur gert nákvæmlega það sem honum sýnist síðustu ár. Hann gefur út þegar hann vill og það sem hann vill. Eftir að samningur hans við Island-fyrirtækið kláraðist samdi hann við Anti-útgáfuna og árið 1999 kom út fyrsta plata þess samstarfs, Mule Variations, sem náði miklum vinsældum. Síðan komu tvær sama daginn, Alice og Blood Money (2002), og svo Real Gone (2004). Auk þess sendi hann frá sér þreföldu safnplötuna Orphans árið 2006, en á henni var áður óútgefið eða illfáanlegt efni, og tónleikaplötuna Glitter and Doom fyrir tveimur árum. Tónlistarlega eru þessar plötur nokkuð fjölbreyttar. Það má segja að allan ferilinn hafi Tom Waits flakkað á milli rólegrar og ljúfrar tónlistar og ýktrar og æstrar. Stundum blandast þetta fullkomlega á sömu plötunni, til dæmis á Mule Variations, en svo eru líka ljúfar plötur (Closing Time, Blue Valentine) og trylltar (Real Gone). Á nýju plötunni Bad as Me eru lög úr báðum þessum deildum. Platan byrjar með látum með laginu Chicago og lögin Bad as Me, Raised Right Men, Satisfied og Hell Broke Luce eru sömuleiðis æst og kraftmikil, en svo eru róleg lög inni á milli, þar á meðal Face to the Highway og Back in the Crowd. Keith Richards meðal gestaTom Waits var tekinn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Þegar hann tók við þessari eftirsóttu heiðursnafnbót sagði hann m.a. og beindi orðum sínum til bransamannanna í salnum: „Menn segja að ég eigi engin metsölulög og að ég sé erfiður í samstarfi. Og þeir segja það eins og það sé eitthvað slæmt!" Waits á samt ekki í vandræðum með að fá tónlistarmenn til að vinna með sér. Á meðal þeirra sem spila á Bad as Me má nefna sjálfan Keith Richards, David Hidalgo úr Los Lobos og gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Marc Ribot, sem hefur mikið unnið með Waits. Eins og áður segir eru skoðanir mjög skiptar á Tom Waits. Gagnrýnendur hafa samt nánast undantekningarlaust tekið nýju plötunni vel. Þegar þetta er skrifað er hún með 9/10 á Metacritic-vefsíðunni, en það er meðaleinkunn 27 gagnrýnenda. Bresku blöðin Independent, Telegraph og Clash eru á meðal þeirra miðla sem gefa henni hæstu einkunn. Bad as Me er fín plata. Þeir sem kunna að meta Tom Waits verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Það er samt ólíklegt að hún snúi þeim sem þola hann ekki…
Fréttir Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“