Ljúfur og trylltur Tom Waits 27. október 2011 22:00 Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann. Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Waits kallar fram óvenjusterk viðbrögð hjá fólki. Margir dýrka hann og líta á hann sem meistara sem eigi sér engan sinn líka, en svo eru þeir til sem þola hann ekki og fá ógleði af því einu að heyra hrjúfa röddina. Og það virðist ekki vera mikið þarna á milli. Annað hvort elska menn Tom Waits eða þeir hata hann. Ég hef lengi tilheyrt fyrrnefnda hópnum og þess vegna var ég fljótur að stökkva til þegar ég heyrði af Bad as Me, nýju Tom Waits-plötunni sem kom út á mánudaginn og er hans fyrsta plata með nýju efni í sjö ár. Gerir það sem honum sýnistTom Waits hefur gert nákvæmlega það sem honum sýnist síðustu ár. Hann gefur út þegar hann vill og það sem hann vill. Eftir að samningur hans við Island-fyrirtækið kláraðist samdi hann við Anti-útgáfuna og árið 1999 kom út fyrsta plata þess samstarfs, Mule Variations, sem náði miklum vinsældum. Síðan komu tvær sama daginn, Alice og Blood Money (2002), og svo Real Gone (2004). Auk þess sendi hann frá sér þreföldu safnplötuna Orphans árið 2006, en á henni var áður óútgefið eða illfáanlegt efni, og tónleikaplötuna Glitter and Doom fyrir tveimur árum. Tónlistarlega eru þessar plötur nokkuð fjölbreyttar. Það má segja að allan ferilinn hafi Tom Waits flakkað á milli rólegrar og ljúfrar tónlistar og ýktrar og æstrar. Stundum blandast þetta fullkomlega á sömu plötunni, til dæmis á Mule Variations, en svo eru líka ljúfar plötur (Closing Time, Blue Valentine) og trylltar (Real Gone). Á nýju plötunni Bad as Me eru lög úr báðum þessum deildum. Platan byrjar með látum með laginu Chicago og lögin Bad as Me, Raised Right Men, Satisfied og Hell Broke Luce eru sömuleiðis æst og kraftmikil, en svo eru róleg lög inni á milli, þar á meðal Face to the Highway og Back in the Crowd. Keith Richards meðal gestaTom Waits var tekinn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Þegar hann tók við þessari eftirsóttu heiðursnafnbót sagði hann m.a. og beindi orðum sínum til bransamannanna í salnum: „Menn segja að ég eigi engin metsölulög og að ég sé erfiður í samstarfi. Og þeir segja það eins og það sé eitthvað slæmt!" Waits á samt ekki í vandræðum með að fá tónlistarmenn til að vinna með sér. Á meðal þeirra sem spila á Bad as Me má nefna sjálfan Keith Richards, David Hidalgo úr Los Lobos og gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Marc Ribot, sem hefur mikið unnið með Waits. Eins og áður segir eru skoðanir mjög skiptar á Tom Waits. Gagnrýnendur hafa samt nánast undantekningarlaust tekið nýju plötunni vel. Þegar þetta er skrifað er hún með 9/10 á Metacritic-vefsíðunni, en það er meðaleinkunn 27 gagnrýnenda. Bresku blöðin Independent, Telegraph og Clash eru á meðal þeirra miðla sem gefa henni hæstu einkunn. Bad as Me er fín plata. Þeir sem kunna að meta Tom Waits verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Það er samt ólíklegt að hún snúi þeim sem þola hann ekki… Fréttir Lífið Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann. Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Waits kallar fram óvenjusterk viðbrögð hjá fólki. Margir dýrka hann og líta á hann sem meistara sem eigi sér engan sinn líka, en svo eru þeir til sem þola hann ekki og fá ógleði af því einu að heyra hrjúfa röddina. Og það virðist ekki vera mikið þarna á milli. Annað hvort elska menn Tom Waits eða þeir hata hann. Ég hef lengi tilheyrt fyrrnefnda hópnum og þess vegna var ég fljótur að stökkva til þegar ég heyrði af Bad as Me, nýju Tom Waits-plötunni sem kom út á mánudaginn og er hans fyrsta plata með nýju efni í sjö ár. Gerir það sem honum sýnistTom Waits hefur gert nákvæmlega það sem honum sýnist síðustu ár. Hann gefur út þegar hann vill og það sem hann vill. Eftir að samningur hans við Island-fyrirtækið kláraðist samdi hann við Anti-útgáfuna og árið 1999 kom út fyrsta plata þess samstarfs, Mule Variations, sem náði miklum vinsældum. Síðan komu tvær sama daginn, Alice og Blood Money (2002), og svo Real Gone (2004). Auk þess sendi hann frá sér þreföldu safnplötuna Orphans árið 2006, en á henni var áður óútgefið eða illfáanlegt efni, og tónleikaplötuna Glitter and Doom fyrir tveimur árum. Tónlistarlega eru þessar plötur nokkuð fjölbreyttar. Það má segja að allan ferilinn hafi Tom Waits flakkað á milli rólegrar og ljúfrar tónlistar og ýktrar og æstrar. Stundum blandast þetta fullkomlega á sömu plötunni, til dæmis á Mule Variations, en svo eru líka ljúfar plötur (Closing Time, Blue Valentine) og trylltar (Real Gone). Á nýju plötunni Bad as Me eru lög úr báðum þessum deildum. Platan byrjar með látum með laginu Chicago og lögin Bad as Me, Raised Right Men, Satisfied og Hell Broke Luce eru sömuleiðis æst og kraftmikil, en svo eru róleg lög inni á milli, þar á meðal Face to the Highway og Back in the Crowd. Keith Richards meðal gestaTom Waits var tekinn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Þegar hann tók við þessari eftirsóttu heiðursnafnbót sagði hann m.a. og beindi orðum sínum til bransamannanna í salnum: „Menn segja að ég eigi engin metsölulög og að ég sé erfiður í samstarfi. Og þeir segja það eins og það sé eitthvað slæmt!" Waits á samt ekki í vandræðum með að fá tónlistarmenn til að vinna með sér. Á meðal þeirra sem spila á Bad as Me má nefna sjálfan Keith Richards, David Hidalgo úr Los Lobos og gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Marc Ribot, sem hefur mikið unnið með Waits. Eins og áður segir eru skoðanir mjög skiptar á Tom Waits. Gagnrýnendur hafa samt nánast undantekningarlaust tekið nýju plötunni vel. Þegar þetta er skrifað er hún með 9/10 á Metacritic-vefsíðunni, en það er meðaleinkunn 27 gagnrýnenda. Bresku blöðin Independent, Telegraph og Clash eru á meðal þeirra miðla sem gefa henni hæstu einkunn. Bad as Me er fín plata. Þeir sem kunna að meta Tom Waits verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Það er samt ólíklegt að hún snúi þeim sem þola hann ekki…
Fréttir Lífið Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira