Launajafnrétti kynjanna – barátta í hálfa öld Guðbjartur Hannesson skrifar 22. október 2011 06:00 Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun