Launajafnrétti kynjanna – barátta í hálfa öld Guðbjartur Hannesson skrifar 22. október 2011 06:00 Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar