Stokkhólmssamningurinn 10 ára Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. október 2011 06:00 Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun