Ísland, ESB og LÍÚ Inga Sigrún Atladóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun