Misskilningur skjalaþýðandans Magnús Magnússon skrifar 17. september 2011 06:00 Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun