Viðræður um landbúnað Valgerður Bjarnadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun