Sumarbústaðaeigendur – afætur? Ellen Ingvadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda?
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun