Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi 15. september 2011 02:30 Guðbjartur Hannesson Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Sjá meira
Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Sjá meira