Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi 15. september 2011 02:30 Guðbjartur Hannesson Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent