Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu 27. ágúst 2011 05:30 Forsvarsmenn stjórnvalda sögðu útskrift Íslands frá AGS staðfesta að traust hefði verið endurreist á íslensku efnahagslífi. Fréttablaðið/stefán Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira