AkureyrarAkademían: Hluti af fræðasamfélagi Norðurlands Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 AkureyrarAkademían – Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er fimm ára. Því er ástæða til þess að rýna aðeins í vaxtarmöguleika félagsins og hvetja hvern þann sem tök hefur að styðja við starfsemi félagsins. AkureyrarAkademían hefur gert félögum sínum kleift að vinna að sínum fræðum í skapandi og hvetjandi umhverfi, þar sem fólk styður hvert annað bæði fræðilega og í gegnum hversdagsleg samskipti. Hún skapar þannig ný atvinnutækifæri og stuðlar að nýrri þekkingu. Hún laðar til bæjarins fræðafólk til lengri og skemmri tíma, bæði erlendis frá og frá höfuðborgarsvæðinu. Hún er mikilvægur stuðningur við vaxandi menningarlíf í þessum bæ, við Háskólann, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga. AkureyrarAkademían sem vinnustaður er komin til að vera. Þegar rætt er við fólk sem hefur nýtt sér vinnuaðstöðuna í húsinu verður ljóst hversu mikilvæg aðstaðan hefur verið fyrir flest þeirra. Það að geta setið í ró og næði og stundað fræðistörf er dýrmætt. En það er samfélagið í húsinu, þverfaglegt samtal, samstarf og félagsskapur af fólki með ólíkan bakgrunn sem gerir vinnuaðstöðuna í húsinu ómetanlega. Sá góði andi sem ríkir í húsinu, næðið sem fólk hefur þar og öll aðstaða gerir að verkum að fólki vinnst vel. Allnokkrir félagar í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands eða háskóla erlendis hafa eða hafa haft vinnuaðstöðu í húsinu. Ljóst er, að ef þessi aðstaða væri ekki fyrir hendi hefðu sum þeirra jafnvel tekið ákvörðun um að flytja búferlum. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er komið til að vera. Þegar rætt er við félagsfólk um mikilvægi þess að hér fyrir norðan sé starfandi slíkur félagsskapur eru margir á þeirri skoðun að áfram þurfi að vinna að því að efla og styrkja starf félagsins sem nær til fólks á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn úr akademíu og skóla lífsins, fólks sem býr yfir fjölbreyttri þekkingu sem gildir að virkja. Viðburðir AkureyrarAkademíunnar hafa skapað sér fastan sess í fræða- og menningarlífi Akureyrarbæjar og Norðurlands alls. Sérstaklega verða hin ýmsu þing Akademíunnar þar sem teflt hefur verið saman fólki úr ýmsum atvinnugreinum, fræðum og listum að teljast vel heppnuð og gefa þau fyrirheit um það sem koma skal. Einnig hefur það verið aðalsmerki Akademíunnar að fræðafólk úr ýmsum áttum hefur kvatt sér hljóðs á vettvangi Akademíunnar og þarf svo að vera, því enginn annar vettvangur er til staðar á Norðurlandi þar sem jafn fjölbreyttur og breiður hópur hefur möguleika á því að tjá sig á opinberum vettvangi um hin ýmsu fræði, stærri og minni. Umfang þeirrar starfsemi sem AkureyrarAkademían mun sinna í náinni framtíð ræðst af því hvernig ríki, bæjarfélög og aðrir aðilar sjá sér fært að styrkja félagið til athafna. Fyrir stjórn og félagsfólk allt er það eitt helsta verkefnið að leita leiða til þess að fjármagna starf félagsins. Ljóst er að félagið hefur einhverja möguleika til að sækja um minni styrki fyrir staka viðburði, en áríðandi er að opinberir aðilar tryggi að daglegum rekstri félagsins sé borgið. Vaxtarmöguleikar AkureyrarAkademíunnar tengjast einnig ákvörðunum um húsnæðið í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Húsið myndi sóma sér vel sem fræðasetur á Akureyri, sem fólkvangur þar sem áhugafólk og fræðafólk af vettvangi lista, menningar og hvers kyns vísinda hefði áfram tök á því að bera saman bækur sínar, sinna samtali og þverfaglegri gagnrýni, sem væri til þess fallin að hvetja einstaklinga til að hugsa út fyrir ramma eigin sérgreinar í átt að nýsköpun og framtíð sem byggir á gagnkvæmri virðingu og forvitni þess sem vill vita meira. Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsamfélagi sínu. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur Akademían beint og óbeint stuðlað að atvinnusköpun og nýsköpun á svæðinu. Innan veggja Akademíunnar hafa þannig verið unnin rannsóknarverkefni, skrifaðar bækur, unnið að menningarviðburðum, og listsköpun. Fræðimennska er atvinnugrein þeirra sem hana stunda og þótt Akademían sé ekki atvinnurekandi í beinum skilningi er hún mikilvægur grundvöllur þeirra starfa sem Akademónar vinna. Hún er skjólshús fjölmargra sjálfstætt starfandi fræðimanna og skapar þeim frjóan vettvang sem ekki síst hvetur til þverfaglegs samtals og samvinnu. Sem slík eflir Akademían fræðilegan fjölbreytileika á Akureyri og eykur möguleika og víðsýni ungs fræðafólks á svæðinu þegar kemur að starfsmöguleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
AkureyrarAkademían – Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er fimm ára. Því er ástæða til þess að rýna aðeins í vaxtarmöguleika félagsins og hvetja hvern þann sem tök hefur að styðja við starfsemi félagsins. AkureyrarAkademían hefur gert félögum sínum kleift að vinna að sínum fræðum í skapandi og hvetjandi umhverfi, þar sem fólk styður hvert annað bæði fræðilega og í gegnum hversdagsleg samskipti. Hún skapar þannig ný atvinnutækifæri og stuðlar að nýrri þekkingu. Hún laðar til bæjarins fræðafólk til lengri og skemmri tíma, bæði erlendis frá og frá höfuðborgarsvæðinu. Hún er mikilvægur stuðningur við vaxandi menningarlíf í þessum bæ, við Háskólann, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga. AkureyrarAkademían sem vinnustaður er komin til að vera. Þegar rætt er við fólk sem hefur nýtt sér vinnuaðstöðuna í húsinu verður ljóst hversu mikilvæg aðstaðan hefur verið fyrir flest þeirra. Það að geta setið í ró og næði og stundað fræðistörf er dýrmætt. En það er samfélagið í húsinu, þverfaglegt samtal, samstarf og félagsskapur af fólki með ólíkan bakgrunn sem gerir vinnuaðstöðuna í húsinu ómetanlega. Sá góði andi sem ríkir í húsinu, næðið sem fólk hefur þar og öll aðstaða gerir að verkum að fólki vinnst vel. Allnokkrir félagar í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands eða háskóla erlendis hafa eða hafa haft vinnuaðstöðu í húsinu. Ljóst er, að ef þessi aðstaða væri ekki fyrir hendi hefðu sum þeirra jafnvel tekið ákvörðun um að flytja búferlum. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er komið til að vera. Þegar rætt er við félagsfólk um mikilvægi þess að hér fyrir norðan sé starfandi slíkur félagsskapur eru margir á þeirri skoðun að áfram þurfi að vinna að því að efla og styrkja starf félagsins sem nær til fólks á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn úr akademíu og skóla lífsins, fólks sem býr yfir fjölbreyttri þekkingu sem gildir að virkja. Viðburðir AkureyrarAkademíunnar hafa skapað sér fastan sess í fræða- og menningarlífi Akureyrarbæjar og Norðurlands alls. Sérstaklega verða hin ýmsu þing Akademíunnar þar sem teflt hefur verið saman fólki úr ýmsum atvinnugreinum, fræðum og listum að teljast vel heppnuð og gefa þau fyrirheit um það sem koma skal. Einnig hefur það verið aðalsmerki Akademíunnar að fræðafólk úr ýmsum áttum hefur kvatt sér hljóðs á vettvangi Akademíunnar og þarf svo að vera, því enginn annar vettvangur er til staðar á Norðurlandi þar sem jafn fjölbreyttur og breiður hópur hefur möguleika á því að tjá sig á opinberum vettvangi um hin ýmsu fræði, stærri og minni. Umfang þeirrar starfsemi sem AkureyrarAkademían mun sinna í náinni framtíð ræðst af því hvernig ríki, bæjarfélög og aðrir aðilar sjá sér fært að styrkja félagið til athafna. Fyrir stjórn og félagsfólk allt er það eitt helsta verkefnið að leita leiða til þess að fjármagna starf félagsins. Ljóst er að félagið hefur einhverja möguleika til að sækja um minni styrki fyrir staka viðburði, en áríðandi er að opinberir aðilar tryggi að daglegum rekstri félagsins sé borgið. Vaxtarmöguleikar AkureyrarAkademíunnar tengjast einnig ákvörðunum um húsnæðið í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Húsið myndi sóma sér vel sem fræðasetur á Akureyri, sem fólkvangur þar sem áhugafólk og fræðafólk af vettvangi lista, menningar og hvers kyns vísinda hefði áfram tök á því að bera saman bækur sínar, sinna samtali og þverfaglegri gagnrýni, sem væri til þess fallin að hvetja einstaklinga til að hugsa út fyrir ramma eigin sérgreinar í átt að nýsköpun og framtíð sem byggir á gagnkvæmri virðingu og forvitni þess sem vill vita meira. Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsamfélagi sínu. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur Akademían beint og óbeint stuðlað að atvinnusköpun og nýsköpun á svæðinu. Innan veggja Akademíunnar hafa þannig verið unnin rannsóknarverkefni, skrifaðar bækur, unnið að menningarviðburðum, og listsköpun. Fræðimennska er atvinnugrein þeirra sem hana stunda og þótt Akademían sé ekki atvinnurekandi í beinum skilningi er hún mikilvægur grundvöllur þeirra starfa sem Akademónar vinna. Hún er skjólshús fjölmargra sjálfstætt starfandi fræðimanna og skapar þeim frjóan vettvang sem ekki síst hvetur til þverfaglegs samtals og samvinnu. Sem slík eflir Akademían fræðilegan fjölbreytileika á Akureyri og eykur möguleika og víðsýni ungs fræðafólks á svæðinu þegar kemur að starfsmöguleikum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun