Ný aðalnámskrá grunnskóla Ketill B. Magnússon og Guðrún Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar