Keppt verður í gæðum og hagkvæmni við byggingu fangelsis Ögmundur Jónasson skrifar 27. júlí 2011 08:30 Framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í Fréttablaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég þakka og um leið útskýra hvernig að málinu er staðið. Bygging nýs fangelsis hefur verið á verkefnalista stjórnvalda í langan tíma. Of langan. Mjög brýnt er að hrinda því verkefni í framkvæmd. Um það erum við sammála. Umgjörð og búnaður fangelsis þarf að standast kröfur um ítrasta öryggi, góðan aðbúnað fanga og starfsmanna og hagkvæmni í byggingu og rekstri. Arkitektinn bendir á að umhverfi fanga skuli vera mannsæmandi enda er það þáttur í því að fangavist leiði til betrunar. Um það erum við einnig sammála. Þá komum við að undirbúningi verksins og þar lýsir arkitektinn áhyggjum yfir því að fyrirhugað sé að bjóða verkið út í alútboði. Það muni koma niður á gæðum og engin samkeppni verði meðal arkitekta. Þar erum við hins vegar ekki að öllu leyti sammála. Í alútboði er tiltekið verk boðið út frá upphafi til enda að gefnum ákveðnum forsendum: Hönnun útlits, efnisval, verkhönnun öll, byggingaraðferð og verð. Í alútboði koma allir nauðsynlegir sérfræðingar að verki sem mynda hóp um sitt útboð. Engin takmörk eru fyrir því hversu margir hópar geta boðist til að vinna verkið. Ætlunin er sú að þannig náist fram kostir samkeppni á sviði hönnunar og hagkvæmni. Nýjasta dæmið hjá ríkinu um þetta er háskólatorgið. Nú er á það að líta að fangelsisbygging er mjög sérhæft mannvirki. Fyrir alllöngu voru fengnir sérfræðingar á þessu sérhæfða sviði til að leggja fram ítarlegar forsendur og skilgreiningar vegna fyrirhugaðs útboðs. Þótt sjálf fangelsisteikningin bíði útfærslu þá reynir öðruvísi á arkitektana sem fá verkefnið en í ýmsum öðrum verkefnum þar sem hendur þeirra eru ekki eins bundnar frá fyrstu stundu. Sérfræðingar á vegum stjórnarráðsins hafa bent á að hönnunarsamkeppni eigi vissulega vel við þegar þarfir eru ekki mjög skilgreindar og leitað er eftir „góðum“ hugmyndum. Eftir því sem verkefnið er meira skilgreint því minni þörf er á þannig samkeppni. Að þessu leyti sýnist mér nokkur samhljómur með framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands og ráðgjöfum okkar þótt ekki komist þeir að sömu niðurstöðu. Það er mat þeirra sérfræðinga sem ég styðst við að með aðferð alútboðs í þessu verkefni náist að slá tvær flugur í einu höggi: Hópar sérfræðinga keppast um að setja fram vandaðar hugmyndir og áætlanir um útlit, efni, hagkvæmni og verð. Við úrvinnslu vegur verkkaupi og metur síðan alla þessa þætti og mun að sjálfsögðu í tilviki fangelsisbyggingar láta sjónarmið um vandaðan aðbúnað ráða miklu. Það er því að mínu viti of mikil einföldun að segja að alútboð hafi verið nýtt í einföld mannvirki, skemmur eða lagerhúsnæði, sem geri litlar kröfur til mannlegra þarfa eins og Hrólfur Karl heldur fram í grein sinni. Tilvitnuð ábending arkitektsins úr stefnu stjórnvalda um mannvirkjagerð þar sem segir að kappkosta skuli að viðhafa samkeppni og hvetja til aðkomu yngri hönnuða er því fyllilega í heiðri höfð í alútboði. Ég hygg að við arkitektinn séum að verulegu leyti sammála um verkefnið þegar allt kemur til alls þótt ég hljóti að fallast á þá ábendingu hans að alútboð setji arkitektastofum þær skorður að þær þurfa að leita samstarfs við aðra sérfræðinga sem koma að mannvirkjagerð. Þetta getur vissulega verið hamlandi en spyrja má hvort slík samhæfing í hönnun og framkvæmd sé ekki jafnframt styrkur fyrir alla hlutaðeigandi, einnig sjálfstætt starfandi arkitektastofur og því sé verkefnið í heild sinni þeim til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í Fréttablaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég þakka og um leið útskýra hvernig að málinu er staðið. Bygging nýs fangelsis hefur verið á verkefnalista stjórnvalda í langan tíma. Of langan. Mjög brýnt er að hrinda því verkefni í framkvæmd. Um það erum við sammála. Umgjörð og búnaður fangelsis þarf að standast kröfur um ítrasta öryggi, góðan aðbúnað fanga og starfsmanna og hagkvæmni í byggingu og rekstri. Arkitektinn bendir á að umhverfi fanga skuli vera mannsæmandi enda er það þáttur í því að fangavist leiði til betrunar. Um það erum við einnig sammála. Þá komum við að undirbúningi verksins og þar lýsir arkitektinn áhyggjum yfir því að fyrirhugað sé að bjóða verkið út í alútboði. Það muni koma niður á gæðum og engin samkeppni verði meðal arkitekta. Þar erum við hins vegar ekki að öllu leyti sammála. Í alútboði er tiltekið verk boðið út frá upphafi til enda að gefnum ákveðnum forsendum: Hönnun útlits, efnisval, verkhönnun öll, byggingaraðferð og verð. Í alútboði koma allir nauðsynlegir sérfræðingar að verki sem mynda hóp um sitt útboð. Engin takmörk eru fyrir því hversu margir hópar geta boðist til að vinna verkið. Ætlunin er sú að þannig náist fram kostir samkeppni á sviði hönnunar og hagkvæmni. Nýjasta dæmið hjá ríkinu um þetta er háskólatorgið. Nú er á það að líta að fangelsisbygging er mjög sérhæft mannvirki. Fyrir alllöngu voru fengnir sérfræðingar á þessu sérhæfða sviði til að leggja fram ítarlegar forsendur og skilgreiningar vegna fyrirhugaðs útboðs. Þótt sjálf fangelsisteikningin bíði útfærslu þá reynir öðruvísi á arkitektana sem fá verkefnið en í ýmsum öðrum verkefnum þar sem hendur þeirra eru ekki eins bundnar frá fyrstu stundu. Sérfræðingar á vegum stjórnarráðsins hafa bent á að hönnunarsamkeppni eigi vissulega vel við þegar þarfir eru ekki mjög skilgreindar og leitað er eftir „góðum“ hugmyndum. Eftir því sem verkefnið er meira skilgreint því minni þörf er á þannig samkeppni. Að þessu leyti sýnist mér nokkur samhljómur með framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands og ráðgjöfum okkar þótt ekki komist þeir að sömu niðurstöðu. Það er mat þeirra sérfræðinga sem ég styðst við að með aðferð alútboðs í þessu verkefni náist að slá tvær flugur í einu höggi: Hópar sérfræðinga keppast um að setja fram vandaðar hugmyndir og áætlanir um útlit, efni, hagkvæmni og verð. Við úrvinnslu vegur verkkaupi og metur síðan alla þessa þætti og mun að sjálfsögðu í tilviki fangelsisbyggingar láta sjónarmið um vandaðan aðbúnað ráða miklu. Það er því að mínu viti of mikil einföldun að segja að alútboð hafi verið nýtt í einföld mannvirki, skemmur eða lagerhúsnæði, sem geri litlar kröfur til mannlegra þarfa eins og Hrólfur Karl heldur fram í grein sinni. Tilvitnuð ábending arkitektsins úr stefnu stjórnvalda um mannvirkjagerð þar sem segir að kappkosta skuli að viðhafa samkeppni og hvetja til aðkomu yngri hönnuða er því fyllilega í heiðri höfð í alútboði. Ég hygg að við arkitektinn séum að verulegu leyti sammála um verkefnið þegar allt kemur til alls þótt ég hljóti að fallast á þá ábendingu hans að alútboð setji arkitektastofum þær skorður að þær þurfa að leita samstarfs við aðra sérfræðinga sem koma að mannvirkjagerð. Þetta getur vissulega verið hamlandi en spyrja má hvort slík samhæfing í hönnun og framkvæmd sé ekki jafnframt styrkur fyrir alla hlutaðeigandi, einnig sjálfstætt starfandi arkitektastofur og því sé verkefnið í heild sinni þeim til framdráttar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun