Árangur í baráttunni gegn utanvegaakstri Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman. Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því er virðist af hreinu skeytingarleysi. Aðgerðaáætlun – fyrstu vísbendingarUmhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila. Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum. Nýir tímar – breytt viðhorfFurðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni. Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman. Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því er virðist af hreinu skeytingarleysi. Aðgerðaáætlun – fyrstu vísbendingarUmhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila. Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum. Nýir tímar – breytt viðhorfFurðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni. Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun