Bílar tíu slökkviliða við hreinsunarstörf 28. maí 2011 09:00 Hreinsunarstarf á hamfarasvæðinu á Suðurlandi gekk að óskum í gær. Slökkvilið frá mörgum sveitarfélögum voru við störf með hjálp björgunarsveita. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar enn og viðbúnaðarstig hefur verið lækkað. Mynd/Stefán Karlsson Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Vagn Kristjánsson, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar almannavarna á Klaustri, segir að hreinsunarstarfið hafi gengið vonum framar. „Hér er afar öflugt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna við störf. Þetta eru fagmenn og eins og þeir hafi aldrei gert annað; samstarfið er frábært." Vagn segir að hér sé samstillt átak á ferðinni því slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Klaustri og Öræfum var að störfum í gær auk þess sem Mjólkursamsalan á Selfossi lánaði mjólkurbíl með tengivagni til að keyra vatn til að fylla á bílana. Vagn segir verkefnið fram undan vera ærið. „Það þarf að skoða og þvo allt húsnæði frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Ég áætla að þetta séu nokkur hundruð hús sem gæta þarf að." Vagn segir útilokað að meta hvenær hægt sé að segja hreinsunarstörfum lokið enda sé það veðurguðanna að ákveða það. „Það fer eftir því hvað gerist þegar næst hreyfir vind, núna er rigning og allt gott." Fólk á hamfarasvæðinu hefur nokkrar áhyggjur af því ef hvessir úr óhagstæðri vindátt, enda kom það fram í viðtali við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing, í Fréttablaðinu í gær að óheyrilegt magn gjósku er á jöklinum. Í átta kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni er þykkt gjóskunnar 170 sentimetrar. Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær dvínar gosvirkni í Grímsvötnum enn. Þó komu fram stöku óróapúlsar á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki hefur sést til gosmakkar frá því í fyrradag á ratsjám Veðurstofnunnar. Viðbúnaðarstig hefur verið lækkað og ástand búfjár er metið almennt gott. Starfsmenn Landgræðslunnar og fleiri munu meta ástand afréttar í næstu viku og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni á svæðinu. svavar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Vagn Kristjánsson, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar almannavarna á Klaustri, segir að hreinsunarstarfið hafi gengið vonum framar. „Hér er afar öflugt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna við störf. Þetta eru fagmenn og eins og þeir hafi aldrei gert annað; samstarfið er frábært." Vagn segir að hér sé samstillt átak á ferðinni því slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Klaustri og Öræfum var að störfum í gær auk þess sem Mjólkursamsalan á Selfossi lánaði mjólkurbíl með tengivagni til að keyra vatn til að fylla á bílana. Vagn segir verkefnið fram undan vera ærið. „Það þarf að skoða og þvo allt húsnæði frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Ég áætla að þetta séu nokkur hundruð hús sem gæta þarf að." Vagn segir útilokað að meta hvenær hægt sé að segja hreinsunarstörfum lokið enda sé það veðurguðanna að ákveða það. „Það fer eftir því hvað gerist þegar næst hreyfir vind, núna er rigning og allt gott." Fólk á hamfarasvæðinu hefur nokkrar áhyggjur af því ef hvessir úr óhagstæðri vindátt, enda kom það fram í viðtali við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing, í Fréttablaðinu í gær að óheyrilegt magn gjósku er á jöklinum. Í átta kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni er þykkt gjóskunnar 170 sentimetrar. Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær dvínar gosvirkni í Grímsvötnum enn. Þó komu fram stöku óróapúlsar á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki hefur sést til gosmakkar frá því í fyrradag á ratsjám Veðurstofnunnar. Viðbúnaðarstig hefur verið lækkað og ástand búfjár er metið almennt gott. Starfsmenn Landgræðslunnar og fleiri munu meta ástand afréttar í næstu viku og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni á svæðinu. svavar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira