Sameiginleg ábyrgð Ólafur Stephensen skrifar 2. maí 2011 06:00 Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun