Sameiginleg ábyrgð Ólafur Stephensen skrifar 2. maí 2011 06:00 Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar