Um skammarlega óhagstætt starfsumhverfi listamanna Sigríður Ásta Árnadóttir skrifar 20. apríl 2011 09:00 Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun