Um skammarlega óhagstætt starfsumhverfi listamanna Sigríður Ásta Árnadóttir skrifar 20. apríl 2011 09:00 Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar