Hvernig ætlar ungt fólk að kjósa 9. apríl? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 8. apríl 2011 06:00 Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar