Nei á morgun framlengir líf ríkisstjórnarinnar Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 8. apríl 2011 08:00 Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei. Svo virðist vera sem margir Íslendingar ætli sér á kjörstað á morgun til að fella ríkisstjórnina. Það virðist sveima yfir vötnunum sá grundvallarmisskilningur að með því að kjósa á móti Icesave-samningnum sé verið að veikja ríkisstjórnina – hún muni hrekjast frá völdum. Stjórnin hefur nú um tveggja ára skeið reynt að breiða yfir vanmátt sinn gagnvart því verkefni að koma efnahagslífinu af stað, vinna bug á atvinnuleysinu og ná stjórn á ríkisfjármálum með því að benda á að Icesave-málið sé óleyst. Framan af féllu margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í þá gryfju að trúa þessum áróðri og sættu sig við aðgerðaleysið. Margir hafa þó náð áttum eins og marka má af dvínandi stuðningi við ríkisstjórnina. Ef Icesave-samningurinn verður felldur á morgun mun það þjappa stjórnarflokkunum saman og þeir munu áfram nota Iceasave sem fjarvistarsönnun fyrir því aðgerðaleysi sínu. Ef við viljum losna við ríkisstjórnina látum þá kné fylgja kviði og segjum já í kosningunum á morgun. Þá stendur ríkisstjórnin á berangri – hún hefur þá ekki lengur skjól af óleystu Icesave-máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei. Svo virðist vera sem margir Íslendingar ætli sér á kjörstað á morgun til að fella ríkisstjórnina. Það virðist sveima yfir vötnunum sá grundvallarmisskilningur að með því að kjósa á móti Icesave-samningnum sé verið að veikja ríkisstjórnina – hún muni hrekjast frá völdum. Stjórnin hefur nú um tveggja ára skeið reynt að breiða yfir vanmátt sinn gagnvart því verkefni að koma efnahagslífinu af stað, vinna bug á atvinnuleysinu og ná stjórn á ríkisfjármálum með því að benda á að Icesave-málið sé óleyst. Framan af féllu margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í þá gryfju að trúa þessum áróðri og sættu sig við aðgerðaleysið. Margir hafa þó náð áttum eins og marka má af dvínandi stuðningi við ríkisstjórnina. Ef Icesave-samningurinn verður felldur á morgun mun það þjappa stjórnarflokkunum saman og þeir munu áfram nota Iceasave sem fjarvistarsönnun fyrir því aðgerðaleysi sínu. Ef við viljum losna við ríkisstjórnina látum þá kné fylgja kviði og segjum já í kosningunum á morgun. Þá stendur ríkisstjórnin á berangri – hún hefur þá ekki lengur skjól af óleystu Icesave-máli.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar