Ég segi já Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. apríl 2011 06:00 Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar