Kostnaðurinn ekki þekkt stærð 1. apríl 2011 03:00 Jón Helgi Egilsson Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“ Fréttir Icesave Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“
Fréttir Icesave Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira