Gengi krónunnar og leigugjald fyrir kvóta Þórólfur Matthíasson skrifar 23. febrúar 2011 09:00 Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun