Goðsagnir þorskastríðanna Guðni Th. Jôhannesson skrifar 16. febrúar 2011 06:00 Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Sitthvað er til í þessu en þó er sagan flóknari þegar vel er að gáð. Samstaðan er ýkt, lítið gert úr því að semja þurfti til sigurs og misskilningi um frumkvæði Íslendinga í hafréttarmálum hampað. Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann. Í síðustu átökum um Icesave hefur þetta sést vel. Í nýlegri ræðu í Valhöll minntist Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þess að forveri hans í því embætti, Ólafur Thors, hefði verið fremstur í flokki þeirra ráðamanna sem sömdu við Breta um lok fyrsta þorskastríðsins árið 1961. Þremur árum fyrr hafði vinstri stjórn Hermanns Jónassonar fært fiskveiðilögsöguna út í 12 sjómílur og Bretar sent herskip til verndar togurum sínum. „Samningar eru svik," sögðu stjórnarandstæðingar í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi og kröfðust þess að Íslendingar berðust til þrautar undir vígorðunum frægu sem Magnús Kjartansson lét falla við mikinn fögnuð í byrjun átakanna: „Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá." Reyndar gætti einnig gremju meðal sjálfstæðismanna; einn þingmaður skellti hurð víst svo hart eftir þingflokksfund um málið að rúður brotnuðu. En „hroðalegustu svikin sem auðið er að fremja ... eru einmitt þau að svíkjast um að semja", sagði Ólafur Thors og hafði sitt fram. Auðvitað eru sögulegum samanburði af þessu tagi takmörk sett. Hitt er þó ljóst að seinni þorskastríðunum tveimur lauk einnig með samningum og komu foringjar Sjálfstæðisflokksins þá líka við sögu. Árið 1972 færði vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar lögsöguna út í 50 mílur og aftur blossaði upp þorskastríð. Ári síðar fannst flestum sjálfstæðismönnum sjálfsagt að þeir styddu þá lausn 50 mílna deilunnar sem Ólafur Jóhannesson mælti með eftir viðræður við breska valdhafa. Alþýðubandalagsmenn í ríkisstjórn vildu alls ekki semja frekar en fyrri daginn og fordæmdu „makkið". En Ólafur hafði sitt fram og naut fulltingis forystumanna Sjálfstæðisflokksins þótt sitt sýndist hverjum í „grasrótinni". Árið 1975 var enn fært út, í þetta sinn í 200 mílur, og enn skarst í odda á miðunum. Geir Hallgrímsson var orðinn formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í stjórn með framsóknarmönnum. „Semjum til sigurs eða berjumst til sigurs," sagði Geir og kaus greinilega fyrri kostinn. Glöggt sást það í ársbyrjun 1976 þegar hann hélt til viðræðna í London og vildi að stjórnarflokkarnir féllust á samningsdrög sem þá urðu til. En Ólafur Jóhannesson og aðrir framsóknarmenn sökuðu Geir um að hafa látið allt of mikið undan. Stjórnin riðaði til falls, óeiningin var alger. Geir varð að gefa eftir heima fyrir, þorskastríðið geisaði áfram og komst í algleyming. Um sumarið sáu Bretar þó loksins að sér enda löngu orðið ljóst að ríki heims höfðu náð sátt um 200 mílna lögsögu. Þótt uppgjöfin væri nær öll Breta megin lauk þessu síðasta þorskastríði einnig með samningum sem Alþýðubandalagið fordæmdi að venju. En fáir tóku undir í þetta sinn. Staðreyndin er sú að öllum þorskastríðunum lyktaði með samkomulagi við Breta. Staðreyndin er líka sú að í öllum þorskastríðunum gætti mikils ágreinings innanlands. Vissulega náðist sátt á Alþingi þess á milli og almenningur fordæmdi einum rómi aðfarir breskra herskipa á miðunum. En goðsögnin um einhuga þjóð stenst samt ekki. Stjórnmálamenn tókust stöðugt á, liðsmönnum Landhelgisgæslunnar fannst ráðherrar stundum eintómar liðleskjur, til voru ráðherrar sem kvörtuðu yfir því að skipherrar varðskipanna vildu alltaf „leika þjóðhetjur", embættismenn rifust sín á milli og þar fram eftir götunum. Loks má leiða hugann að því hvernig þorskastríðin unnust. Ekki má vanmeta dugnað varðskipsmanna en átökin voru háð bæði á sjó og landi. Hernaðarmikilvægi Íslands í kalda stríðinu bætti vígstöðuna til muna og þróun hafréttar ekki síður. Stundum voru Íslendingar þá framarlega í flokki en oftar voru þeir þó sporgöngumenn. Þannig urðu tímamót árið 1945 þegar Bandaríkin eignuðu sér auðævi á landgrunni sínu og tóku sér rétt til að stjórna fiskveiðum ofan þess. Ýmis ríki í Mið- og Suður-Ameríku gengu á lagið og kröfðust 200 mílna lögsögu, á sama tíma og Íslendingar voru að berjast fyrir að færa eigin landhelgi úr þremur mílum í fjórar og mörgum árum áður en 200 mílna lögsögu var lýst yfir hér við land. Saga þorskastríðanna er merk saga smáþjóðar í hörðum heimi, allt of merk til að hún sé gerð að væminni goðsögn um einhug og frumkvæði sem ekki var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorskastríðin Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Sitthvað er til í þessu en þó er sagan flóknari þegar vel er að gáð. Samstaðan er ýkt, lítið gert úr því að semja þurfti til sigurs og misskilningi um frumkvæði Íslendinga í hafréttarmálum hampað. Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann. Í síðustu átökum um Icesave hefur þetta sést vel. Í nýlegri ræðu í Valhöll minntist Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þess að forveri hans í því embætti, Ólafur Thors, hefði verið fremstur í flokki þeirra ráðamanna sem sömdu við Breta um lok fyrsta þorskastríðsins árið 1961. Þremur árum fyrr hafði vinstri stjórn Hermanns Jónassonar fært fiskveiðilögsöguna út í 12 sjómílur og Bretar sent herskip til verndar togurum sínum. „Samningar eru svik," sögðu stjórnarandstæðingar í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi og kröfðust þess að Íslendingar berðust til þrautar undir vígorðunum frægu sem Magnús Kjartansson lét falla við mikinn fögnuð í byrjun átakanna: „Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá." Reyndar gætti einnig gremju meðal sjálfstæðismanna; einn þingmaður skellti hurð víst svo hart eftir þingflokksfund um málið að rúður brotnuðu. En „hroðalegustu svikin sem auðið er að fremja ... eru einmitt þau að svíkjast um að semja", sagði Ólafur Thors og hafði sitt fram. Auðvitað eru sögulegum samanburði af þessu tagi takmörk sett. Hitt er þó ljóst að seinni þorskastríðunum tveimur lauk einnig með samningum og komu foringjar Sjálfstæðisflokksins þá líka við sögu. Árið 1972 færði vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar lögsöguna út í 50 mílur og aftur blossaði upp þorskastríð. Ári síðar fannst flestum sjálfstæðismönnum sjálfsagt að þeir styddu þá lausn 50 mílna deilunnar sem Ólafur Jóhannesson mælti með eftir viðræður við breska valdhafa. Alþýðubandalagsmenn í ríkisstjórn vildu alls ekki semja frekar en fyrri daginn og fordæmdu „makkið". En Ólafur hafði sitt fram og naut fulltingis forystumanna Sjálfstæðisflokksins þótt sitt sýndist hverjum í „grasrótinni". Árið 1975 var enn fært út, í þetta sinn í 200 mílur, og enn skarst í odda á miðunum. Geir Hallgrímsson var orðinn formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í stjórn með framsóknarmönnum. „Semjum til sigurs eða berjumst til sigurs," sagði Geir og kaus greinilega fyrri kostinn. Glöggt sást það í ársbyrjun 1976 þegar hann hélt til viðræðna í London og vildi að stjórnarflokkarnir féllust á samningsdrög sem þá urðu til. En Ólafur Jóhannesson og aðrir framsóknarmenn sökuðu Geir um að hafa látið allt of mikið undan. Stjórnin riðaði til falls, óeiningin var alger. Geir varð að gefa eftir heima fyrir, þorskastríðið geisaði áfram og komst í algleyming. Um sumarið sáu Bretar þó loksins að sér enda löngu orðið ljóst að ríki heims höfðu náð sátt um 200 mílna lögsögu. Þótt uppgjöfin væri nær öll Breta megin lauk þessu síðasta þorskastríði einnig með samningum sem Alþýðubandalagið fordæmdi að venju. En fáir tóku undir í þetta sinn. Staðreyndin er sú að öllum þorskastríðunum lyktaði með samkomulagi við Breta. Staðreyndin er líka sú að í öllum þorskastríðunum gætti mikils ágreinings innanlands. Vissulega náðist sátt á Alþingi þess á milli og almenningur fordæmdi einum rómi aðfarir breskra herskipa á miðunum. En goðsögnin um einhuga þjóð stenst samt ekki. Stjórnmálamenn tókust stöðugt á, liðsmönnum Landhelgisgæslunnar fannst ráðherrar stundum eintómar liðleskjur, til voru ráðherrar sem kvörtuðu yfir því að skipherrar varðskipanna vildu alltaf „leika þjóðhetjur", embættismenn rifust sín á milli og þar fram eftir götunum. Loks má leiða hugann að því hvernig þorskastríðin unnust. Ekki má vanmeta dugnað varðskipsmanna en átökin voru háð bæði á sjó og landi. Hernaðarmikilvægi Íslands í kalda stríðinu bætti vígstöðuna til muna og þróun hafréttar ekki síður. Stundum voru Íslendingar þá framarlega í flokki en oftar voru þeir þó sporgöngumenn. Þannig urðu tímamót árið 1945 þegar Bandaríkin eignuðu sér auðævi á landgrunni sínu og tóku sér rétt til að stjórna fiskveiðum ofan þess. Ýmis ríki í Mið- og Suður-Ameríku gengu á lagið og kröfðust 200 mílna lögsögu, á sama tíma og Íslendingar voru að berjast fyrir að færa eigin landhelgi úr þremur mílum í fjórar og mörgum árum áður en 200 mílna lögsögu var lýst yfir hér við land. Saga þorskastríðanna er merk saga smáþjóðar í hörðum heimi, allt of merk til að hún sé gerð að væminni goðsögn um einhug og frumkvæði sem ekki var.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar