Segir niðurskurð til grunnskóla nema 200 milljónum ekki 800 Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2011 09:52 Grunnskólabörn. Mynd/ Vilhelm. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir misskilnings gæta þegar því er haldið fram að hagræða þurfi í rekstri grunnskóla Reykjavíkurborgar um 800 milljónir. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hafi staðið til að skera niður um 1000 milljónir í rekstri grunnskóla. Nú standi hins vegar eftir 800 milljóna króna niðurskurður eftir að Reykjavíkurborg hafi, fyrr í vikunni, ákveðið að auka fjárheimildir um 200 milljónir. „Sannleikurinn er sá að sú hagræðing og sú niðurskurður sem lenti á grunnskólum Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlun 2011 eru 290 milljónir sem fara beint inn í grunnskólana sem koma þá að beinum þætti skólastjórans. Nú er búið að bæta við 200 milljónum," segir Ragnar. Hann segir því að eftir standi 92 milljónir sem skólastjórar eigi eftir að vinna með í hagræðingu. „Þar fyrir utan eru síðan 114 milljóna hagræðing allt í allt sem er þáttur Menntasviðs í sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þetta eru tölurnar og þarna er stór munur á málflutningi," segir Ragnar. Ragnar segir að fleiri menntastofnanir en grunnskólarnir heyri undir Menntasvið. Þar sé um að ræða tónlistaskóla, námsflokka og skólahljómsveitir, en í þessum tölum sé bara verið að tala um grunnskóla. Ragnar segir það vera mjög óábyrgt að vera með rangar tölur og skapa óöryggi hjá foreldrum. Foreldrar ætla að hittast á Skólavörðuholti fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan hálffimm í dag. Gengið verður sem leið liggur niður Skólavörðustíg og að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem opinn fundur verður fyrir foreldra um niðurskurðaráform borgarinnar í leik- og grunnskólum. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir misskilnings gæta þegar því er haldið fram að hagræða þurfi í rekstri grunnskóla Reykjavíkurborgar um 800 milljónir. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hafi staðið til að skera niður um 1000 milljónir í rekstri grunnskóla. Nú standi hins vegar eftir 800 milljóna króna niðurskurður eftir að Reykjavíkurborg hafi, fyrr í vikunni, ákveðið að auka fjárheimildir um 200 milljónir. „Sannleikurinn er sá að sú hagræðing og sú niðurskurður sem lenti á grunnskólum Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlun 2011 eru 290 milljónir sem fara beint inn í grunnskólana sem koma þá að beinum þætti skólastjórans. Nú er búið að bæta við 200 milljónum," segir Ragnar. Hann segir því að eftir standi 92 milljónir sem skólastjórar eigi eftir að vinna með í hagræðingu. „Þar fyrir utan eru síðan 114 milljóna hagræðing allt í allt sem er þáttur Menntasviðs í sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þetta eru tölurnar og þarna er stór munur á málflutningi," segir Ragnar. Ragnar segir að fleiri menntastofnanir en grunnskólarnir heyri undir Menntasvið. Þar sé um að ræða tónlistaskóla, námsflokka og skólahljómsveitir, en í þessum tölum sé bara verið að tala um grunnskóla. Ragnar segir það vera mjög óábyrgt að vera með rangar tölur og skapa óöryggi hjá foreldrum. Foreldrar ætla að hittast á Skólavörðuholti fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan hálffimm í dag. Gengið verður sem leið liggur niður Skólavörðustíg og að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem opinn fundur verður fyrir foreldra um niðurskurðaráform borgarinnar í leik- og grunnskólum.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira