Jafnrétti í raun.... Sigurður Magnússon skrifar 5. febrúar 2011 06:00 Á Íslandi ríkir jafnrétti. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt, lög um launajöfnuð kvenna og karla kveða á um það. Þetta köllum við formlegt jafnrétti. En teygir það anga sína inn í nærumhverfi okkar, heimilið, skólann, vinnustaðinn? Í nýútkominni skýrslu frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði hér á landi væri meginábyrgðin á heimilisstörfum og líðan stórfjölskyldunnar almennt enn á herðum kvenna. Konur eru því almennt undir miklu álagi varðandi samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs. Dæmi voru um að íslenskar konur sem tóku þátt í rýnihópum í skýrslunni hafi einnig borið ábyrgð á öldruðum foreldrum og jafnvel verið beðnar um að aðstoða einhleypa bræður sína við heimilisþrif. Annað dæmi var um einstæða móður sem fékk ekki vinnu vegna þess að hún átti ekki foreldra álífi né systur sem gæti hlaupið undir bagga með henni í veikindum barnsins. Hún átti hinsvegar tvo bræður, en það virtist einu gilda í þessu sambandi. Á vinnumarkaði virðist viðvarandi launamunur og ríkjandi viðhorf atvinnurekanda viðhalda hefðbundnum staðalmyndum kynjanna, samkvæmt skýrslunni. Það hefði síðan áhrif á stöðu kvenna inni á heimilunum þar sem karla þættu ómissandi starfskraftur í fyrirtækjunum og vinnan gengi því fyrir fjölskylduábyrgð. Forsenda jafnréttis á vinnumarkaði hlýtur því að vera sameiginleg ábyrgð foreldra á ummönnun barna og jöfn þátttaka í rekstri heimilisins. Ein skýrasta birtingarmynd þess hve litið er upp til feðraveldisins í þessu sambandi er hvernig samfélagið hefur talað upp karlanna t.d. hvað varðar fæðingarorlofið, á sama tíma og konur eru talaðar niður þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna. Körlum er hrósað fyrir aukna þátttöku í fjölskyldulífi og ummönnun barna sinna á meðan konum er legið á hálsi að nýta ekki allt fæðingarorlof eða fara of fljótt aftur út á vinnumarkaðinn. Enn og aftur græða karlar á umræðunni um jafnréttismál, sem á að vera hagsmunamál beggja kynja. Auka þarf hlut karla inni á heimilum - og hlut kvenna utan þeirra, báðum í hag. Þegar við lítum á stjórnsýsluna blasir við okkur misréttið hvert sem litið er. Konur eru í miklum minnihluta í áhrifastöðum og hlutfall kvenna í nefndum og ráðum er í flestum tilfellum lægra en hlutfall karla, þrátt fyrir endurskoðun jafnstöðulaganna frá 2008. Þetta á líka við í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Samt eru konur helmingur þjóðarinnar. Þegar þessir þættir eru skoðaðir í heild hlýtur spurningin að vakna. Er jafnréttið mikið í raun? +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir jafnrétti. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt, lög um launajöfnuð kvenna og karla kveða á um það. Þetta köllum við formlegt jafnrétti. En teygir það anga sína inn í nærumhverfi okkar, heimilið, skólann, vinnustaðinn? Í nýútkominni skýrslu frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði hér á landi væri meginábyrgðin á heimilisstörfum og líðan stórfjölskyldunnar almennt enn á herðum kvenna. Konur eru því almennt undir miklu álagi varðandi samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs. Dæmi voru um að íslenskar konur sem tóku þátt í rýnihópum í skýrslunni hafi einnig borið ábyrgð á öldruðum foreldrum og jafnvel verið beðnar um að aðstoða einhleypa bræður sína við heimilisþrif. Annað dæmi var um einstæða móður sem fékk ekki vinnu vegna þess að hún átti ekki foreldra álífi né systur sem gæti hlaupið undir bagga með henni í veikindum barnsins. Hún átti hinsvegar tvo bræður, en það virtist einu gilda í þessu sambandi. Á vinnumarkaði virðist viðvarandi launamunur og ríkjandi viðhorf atvinnurekanda viðhalda hefðbundnum staðalmyndum kynjanna, samkvæmt skýrslunni. Það hefði síðan áhrif á stöðu kvenna inni á heimilunum þar sem karla þættu ómissandi starfskraftur í fyrirtækjunum og vinnan gengi því fyrir fjölskylduábyrgð. Forsenda jafnréttis á vinnumarkaði hlýtur því að vera sameiginleg ábyrgð foreldra á ummönnun barna og jöfn þátttaka í rekstri heimilisins. Ein skýrasta birtingarmynd þess hve litið er upp til feðraveldisins í þessu sambandi er hvernig samfélagið hefur talað upp karlanna t.d. hvað varðar fæðingarorlofið, á sama tíma og konur eru talaðar niður þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna. Körlum er hrósað fyrir aukna þátttöku í fjölskyldulífi og ummönnun barna sinna á meðan konum er legið á hálsi að nýta ekki allt fæðingarorlof eða fara of fljótt aftur út á vinnumarkaðinn. Enn og aftur græða karlar á umræðunni um jafnréttismál, sem á að vera hagsmunamál beggja kynja. Auka þarf hlut karla inni á heimilum - og hlut kvenna utan þeirra, báðum í hag. Þegar við lítum á stjórnsýsluna blasir við okkur misréttið hvert sem litið er. Konur eru í miklum minnihluta í áhrifastöðum og hlutfall kvenna í nefndum og ráðum er í flestum tilfellum lægra en hlutfall karla, þrátt fyrir endurskoðun jafnstöðulaganna frá 2008. Þetta á líka við í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Samt eru konur helmingur þjóðarinnar. Þegar þessir þættir eru skoðaðir í heild hlýtur spurningin að vakna. Er jafnréttið mikið í raun? +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun