Björn Jörundur kynnir á Eddunni 15. febrúar 2011 13:00 Björn Jörundur verður kynnir á Eddunni í ár og veltir nú fyrir sér hvort hann verði með Edduverðlaunin sín á sér. „Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur." Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra." Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb Golden Globes Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
„Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur." Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra." Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb
Golden Globes Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira