Pires blæs á misvægi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Þær bábiljur þrífast hér á landi að svonefnt misvægi atkvæða í Alþingiskosningum sé mannréttindabrot og stjórnmálafræðingar eru sagðir halda því fram að hvergi í heiminum hafi fundist jafnkerfisbundin mismunun og hér á landi. Í stjórnarskránni er fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi ákvarðaður þannig að misvægið er lítið og hreyfist í samræmi við breytingar á íbúafjölda. Þingsætum í Norðvesturkjördæmi hefur fækkað á aðeins 10 árum úr 10 í 8 og í Suðvesturkjördæmi hefur þeim á sama tíma fjölgað úr 11 í 13. Í heildina tekið hefur landsbyggðin örfá þingsæti umfram það sem íbúafjölda nemur. Þessi ávinningur hefur engin áhrif landsbyggðinni í hag þegar litið er til þess að löggjafarþingið, ríkisstjórnin öll, ráðuneytin og nærfellt allar ríkisstofnanir eru í Reykjavík. Völdin eru um allt kerfið en kjósendur fá ekki að komast að þeim, það er einfaldlega ekki kosið. Í kosningu til Stjórnlagaþings er dreifbýlinu úthýst með einu kjördæmi í nafni mannréttinda en þeir sem það ákveða gera hins vegar harða kröfu um atkvæðamisvægi sér til handa þegar þeim hentar. Stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og Íslendingar krefjast 15 sinnum meira atkvæðavægis en Þjóðverjar hafa í kosningum til Evrópuþingsins. Það er nú öll virðingin fyrir mannréttindum. Þetta má lesa í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi við Jean-Claude Piris, sem er sagður innmúraður Evrópusambandsmaður, sem hafi verið ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðideildar þess. Piris segir um áhrif Íslands: „Á Evrópuþinginu yrðu auðvitað fáir íslenskir þingmenn, sex talsins, en það er hlutfallslega mikið ef miðað er til dæmis við Þýskaland. Evrópuþingmaður frá Þýskalandi er fulltrúi tólf sinnum fleiri íbúa en þingmaður frá Möltu [413.000 íbúar]. Þeir eru samt hvor með sitt atkvæði. Í Evrópudómstólnum hefðuð þið svo einn dómara rétt eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland." Evrópusambandið gætir þess að fámenn ríki hafi völd og áhrif umfram íbúafjölda. Hvað segja þeir Ólafur Harðarson og Þorvaldur Gylfason nú um kerfisbundnu mannréttindabrotin? Hver yrðu áhrif Íslendinga ef Evrópusambandið væri eitt kjördæmi? Svar: Engin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þær bábiljur þrífast hér á landi að svonefnt misvægi atkvæða í Alþingiskosningum sé mannréttindabrot og stjórnmálafræðingar eru sagðir halda því fram að hvergi í heiminum hafi fundist jafnkerfisbundin mismunun og hér á landi. Í stjórnarskránni er fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi ákvarðaður þannig að misvægið er lítið og hreyfist í samræmi við breytingar á íbúafjölda. Þingsætum í Norðvesturkjördæmi hefur fækkað á aðeins 10 árum úr 10 í 8 og í Suðvesturkjördæmi hefur þeim á sama tíma fjölgað úr 11 í 13. Í heildina tekið hefur landsbyggðin örfá þingsæti umfram það sem íbúafjölda nemur. Þessi ávinningur hefur engin áhrif landsbyggðinni í hag þegar litið er til þess að löggjafarþingið, ríkisstjórnin öll, ráðuneytin og nærfellt allar ríkisstofnanir eru í Reykjavík. Völdin eru um allt kerfið en kjósendur fá ekki að komast að þeim, það er einfaldlega ekki kosið. Í kosningu til Stjórnlagaþings er dreifbýlinu úthýst með einu kjördæmi í nafni mannréttinda en þeir sem það ákveða gera hins vegar harða kröfu um atkvæðamisvægi sér til handa þegar þeim hentar. Stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og Íslendingar krefjast 15 sinnum meira atkvæðavægis en Þjóðverjar hafa í kosningum til Evrópuþingsins. Það er nú öll virðingin fyrir mannréttindum. Þetta má lesa í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi við Jean-Claude Piris, sem er sagður innmúraður Evrópusambandsmaður, sem hafi verið ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðideildar þess. Piris segir um áhrif Íslands: „Á Evrópuþinginu yrðu auðvitað fáir íslenskir þingmenn, sex talsins, en það er hlutfallslega mikið ef miðað er til dæmis við Þýskaland. Evrópuþingmaður frá Þýskalandi er fulltrúi tólf sinnum fleiri íbúa en þingmaður frá Möltu [413.000 íbúar]. Þeir eru samt hvor með sitt atkvæði. Í Evrópudómstólnum hefðuð þið svo einn dómara rétt eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland." Evrópusambandið gætir þess að fámenn ríki hafi völd og áhrif umfram íbúafjölda. Hvað segja þeir Ólafur Harðarson og Þorvaldur Gylfason nú um kerfisbundnu mannréttindabrotin? Hver yrðu áhrif Íslendinga ef Evrópusambandið væri eitt kjördæmi? Svar: Engin.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun