Talið að fjögur hundruð konur séu með sílikonið frá PIP Erla Hlynsdóttir skrifar 26. desember 2011 18:30 Talið er að um fjögur hundruð íslenskar konur séu með sílikonpúða frá franska framleiðendum PIP sem hugsanlega geta valdið heilsutjóni. Stofnandi fyrirtækisins er eftirlýstur af Interpol. Yfirvöld í Frakklandi greindu frá því rétt fyrir jól að hætta sé talin stafa af sílíkonpúðum frá PIP (Poly Implant Prothese). Fyrirtækið var þriðji stærsti framleiðandi heims á sílikonpúðum sem voru með þeim ódýrustu á markaðnum. PIP fór í þrot á síðasta ári en í ljós kom að hluti púðana fór ekki í gegn um viðunandi gæðaferli og því aukin hætta á að þeir rifni. Stofnandi fyrirtækisins, Jean-Claude Mas, er farinn í felur og hefur Interpol gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Hann er 72ja ára gamall og starfaði sem slátrari þar til hann fór að framleiða brjóstapúða. Enginn miðlægur gagnagrunnur yfir sílíkonaðgerðir er til á Íslandi en samkvæmt þeim upplýsingum sem Geir Gunnlaugsson, landlæknis, hefur fengið eru um fjögur hundruð konur á landinu með púða frá PIP, og hafa fleiri en einn læknir notað púðana við brjóstastækkanir. Geir segir að hér á landi sé tekið á málinu af mikilli alvöru og festu. Hann fylgist náið með framvindu mála í nágrannalöndum okkar, þar sem púðarnir voru einnig notaðir. Tillögur um á hvern hátt eigi að bregðast við hér á landi eru nú til skoðunar innan embættisins í samvinnu við viðeigandi fagfólk og stofnanir. Að mati Lyfjastofnunar hefur ekkert komið fram sem bendir til að fjarlægja þurfi alla púðana. Áhyggjufullum konum með sílíkonpúða er bent á að hafa samband við sinn lækni. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Talið er að um fjögur hundruð íslenskar konur séu með sílikonpúða frá franska framleiðendum PIP sem hugsanlega geta valdið heilsutjóni. Stofnandi fyrirtækisins er eftirlýstur af Interpol. Yfirvöld í Frakklandi greindu frá því rétt fyrir jól að hætta sé talin stafa af sílíkonpúðum frá PIP (Poly Implant Prothese). Fyrirtækið var þriðji stærsti framleiðandi heims á sílikonpúðum sem voru með þeim ódýrustu á markaðnum. PIP fór í þrot á síðasta ári en í ljós kom að hluti púðana fór ekki í gegn um viðunandi gæðaferli og því aukin hætta á að þeir rifni. Stofnandi fyrirtækisins, Jean-Claude Mas, er farinn í felur og hefur Interpol gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Hann er 72ja ára gamall og starfaði sem slátrari þar til hann fór að framleiða brjóstapúða. Enginn miðlægur gagnagrunnur yfir sílíkonaðgerðir er til á Íslandi en samkvæmt þeim upplýsingum sem Geir Gunnlaugsson, landlæknis, hefur fengið eru um fjögur hundruð konur á landinu með púða frá PIP, og hafa fleiri en einn læknir notað púðana við brjóstastækkanir. Geir segir að hér á landi sé tekið á málinu af mikilli alvöru og festu. Hann fylgist náið með framvindu mála í nágrannalöndum okkar, þar sem púðarnir voru einnig notaðir. Tillögur um á hvern hátt eigi að bregðast við hér á landi eru nú til skoðunar innan embættisins í samvinnu við viðeigandi fagfólk og stofnanir. Að mati Lyfjastofnunar hefur ekkert komið fram sem bendir til að fjarlægja þurfi alla púðana. Áhyggjufullum konum með sílíkonpúða er bent á að hafa samband við sinn lækni.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira