Grosjean fær tækifæri á æfingum með Renault 9. nóvember 2011 06:30 Romain Grosejan mun stýra Renault bíl, en Bruno Senna sést hér í indverska kappakstrinum á slíkum bíl. MYND: Andrew Ferraro/LAT Photographic Heimsmeistarinn í GP 2 mótaröðinni 2011, Romain Grosjean mun aka með Renault liðinu á föstudagsæfingu í þeim tveimur Formúlu 1 mótum sem eftir eru. Næsta mót er í Abú Dabí um næstu helgi. Grosjean er varaökumaður Renault liðsins, en Bruno Senna og Vitaly Petrov eru aðalökumenn þess. Enn er óljóst hvort Robert Kubica getur keppt með Renault liðinu á næsta ári, en hann hefur verið í endurhæfingu eftir að hann meiddist í rallkeppni s.l. vetur og Renault liðið er að skoða möguleika sína hvað ökumenn varðar fyrir næsta ár. Grosejan ók með Renault í sjö Formúlu 1 mótum árið 2009 og þekkir því vel til starfa liðsins. „Reynslan árið 2009 var frábær. Að aka í sjö mótum með Fernando (Alonso) var mikil reynsla, en það voru líka erfiðir tímar. En þetta gerði mig sterkari og gerði mig af því sem ég er í dag. Tímabilið í GP2 mótaröðinni hefur verið gott og ég hef bætt mig þar sem ég var ekki eins öflugur og ég vildi. Ég er viss um að ég mun sjá hlutina í öðru ljósi þegar ég sest aftur um borð í Formúlu 1 bíl," sagði Grosejan í frétt á autosport.com. Grosjean telur að andrúmsloftið innan Renault liðsins sé betra núna en það var 2009 og veit að æfingar hans með Renault eru liður í því að liðið er að skoða ökumenn fyrir 2012, samkvæmt því sem segir í frétt autosport.com. „Í hvert skipti sem ég sest í bíl, þá er það próf, jafnvel fyrir reynda ökumenn. Maður verður að gera sitt besta og liðið mun skoða hvað ég er að gera. En ég kann við álagið, þannig að það er í lagi," sagði Grosejan. Hann sagðist að allt Renault liðið vonaðist til að Kubica braggaðist vel og óljóst væri með hans eigin framtíð, en Grosjean sagðist verið í viðræðum við nokkur lið og málið væri að vera þolinmóður. Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn í GP 2 mótaröðinni 2011, Romain Grosjean mun aka með Renault liðinu á föstudagsæfingu í þeim tveimur Formúlu 1 mótum sem eftir eru. Næsta mót er í Abú Dabí um næstu helgi. Grosjean er varaökumaður Renault liðsins, en Bruno Senna og Vitaly Petrov eru aðalökumenn þess. Enn er óljóst hvort Robert Kubica getur keppt með Renault liðinu á næsta ári, en hann hefur verið í endurhæfingu eftir að hann meiddist í rallkeppni s.l. vetur og Renault liðið er að skoða möguleika sína hvað ökumenn varðar fyrir næsta ár. Grosejan ók með Renault í sjö Formúlu 1 mótum árið 2009 og þekkir því vel til starfa liðsins. „Reynslan árið 2009 var frábær. Að aka í sjö mótum með Fernando (Alonso) var mikil reynsla, en það voru líka erfiðir tímar. En þetta gerði mig sterkari og gerði mig af því sem ég er í dag. Tímabilið í GP2 mótaröðinni hefur verið gott og ég hef bætt mig þar sem ég var ekki eins öflugur og ég vildi. Ég er viss um að ég mun sjá hlutina í öðru ljósi þegar ég sest aftur um borð í Formúlu 1 bíl," sagði Grosejan í frétt á autosport.com. Grosjean telur að andrúmsloftið innan Renault liðsins sé betra núna en það var 2009 og veit að æfingar hans með Renault eru liður í því að liðið er að skoða ökumenn fyrir 2012, samkvæmt því sem segir í frétt autosport.com. „Í hvert skipti sem ég sest í bíl, þá er það próf, jafnvel fyrir reynda ökumenn. Maður verður að gera sitt besta og liðið mun skoða hvað ég er að gera. En ég kann við álagið, þannig að það er í lagi," sagði Grosejan. Hann sagðist að allt Renault liðið vonaðist til að Kubica braggaðist vel og óljóst væri með hans eigin framtíð, en Grosjean sagðist verið í viðræðum við nokkur lið og málið væri að vera þolinmóður.
Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira